Hank the angry, drunken dwarf

Hank, hinn ávallt blindfulli og reiði dvergur dó í gær, hann var 39 ára gamall. Hank var reglulegur gestur í morgunþætti Howard Stern og hann var vel þekktur eftir að hann hafði komið oft fram í sjónvarpsútgáfu þáttarins, sem er sýnd á E!

Hank þessi kom reglulega fram í þættinum í alls kyns búningum, sem áttu að skemmta áhorfendum. Hann var áfengissjúklingur og mætti ávallt fullur í útsendingu (þrátt fyrir að þáttur Howard Stern sé tekinn upp snemma um morgun) og átti það til að drepast áfengisdauða í miðri útsendingu. Hann var partur af hóp einkar furðulegra einstaklinga, sem koma reglulega fram í þættinum. Það var frekar auðvelt fyrir fólk að fá Hank til að reiðast og átti hann nokkur stórskemmtileg rifrildi, sérstaklega við hinn svarta dverg, Beetlejuice.

Hápunktur ferils hans var sennilega þegar hann var kosinn fallegasti maður í heimi í netkönnun, sem blaðið People stóð fyrir. Heimasíða Hank er á slóðinni Hankthedwarf.com.

Aðdáendur Howard Stern munu sakna Hank.