Helgin

Mikið er þetta búin að vera góð helgi.

Þetta byrjaði á því að ég fór með hópi frá vinnunni á Ungfrú Ísland á föstudagskvöld. Við vorum þarna 8 saman auk stelpunnar, sem var Oroblu stelpan í fyrra. Ég var þarna í matnum og alveg til enda. Fín skemmtun og aldrei þessu vant var ég sæmilega sáttur við úrslitin. Hefði reyndar viljað að [þessi stelpa](http://www.ungfruisland.is/fullungfru.php?lang=is&id=27) hefði unnið, en ég meina hey.

Við fórum svo saman niðrí bæ. Byrjuðum á Vegamótum og fórum svo á Hverfis. Ég skemmti mér frábærlega, en ég er núna kominn á það stig að ég þarf að finna mér nýja staði til að fara á. Þarf einhverja tilbreytingu. Einhverjar tillögur? Þarf góða tónlist, dansgólf, skemmtilegt fólk og sætar stelpur, helst á aldrinum 20-26 ára.


Allavegana,

Á laugardaginn fór ég á landsfund Samfylkingarinnar. Var þar stóran part dagsins. Ég var gríðarlega ánægður með bæði úrslitin í formanns- og varaformannskjörinu, sérstaklega auðvitað með varaformanninn. Held að Ágúst verði góður í því embætti.

Í gærkvöldi fór ég svo í matarboð til vina, þar sem ég var til klukkan 2. Deginum í dag hef ég svo eytt útá svölum, hlustandi á Dylan og lesandi [Fear and Loathing in Las Vegas](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0007204493/qid=1116799447/sr=8-1/ref=pd_ka_0/202-2944781-6415055), sem er snilld og [No Logo](http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0006530400/qid=1116799472/sr=1-1/ref=sr_1_2_1/202-2944781-6415055).

Jamm, góð helgi, leiðinleg færsla. C’est la vie.

Tyrkland eftir tvo daga. Gott. Mjög gott.

3 thoughts on “Helgin”

  1. No Logo? Hvernig er hún? Hef heyrt að hún sé pynting fyrir skynsemisverur. Yfirhæpað vinstrarant. Þess vegna hætti ég við að lesa hana, las of marga hræðilega dóma um hana.

  2. Þetta er ágætis bók. Hún er ágætis lýsing og gagnrýni á það framleiðslukerfi, sem alþjóðafyrirtæki hafa fyrir sínar vörur. Fyrir það er hún mjög þörf lesning fyrir *alla*.

    Hins vegar tapar höfundurinn sér oft í áróðrinum. Þó finnst mér það ekki draga það mikið úr heildinni. Hún er semsagt ekki eins frábær og margir vinstri menn hafa haldið fram og heldur ekki jafn hræðileg og margir hægri menn halda fram 🙂

  3. Vertu ávallt velkominn á Sveitta kaffi á Akureyri a.k.a. Kaffi Akureyri, ég skal skemmta þér á dansgólfinu :blush:

Comments are closed.