Helgin

Helgin var bara mjög fín. Á föstudaginn fórum við á djammið á Dragon Room, sem var flottur klúbbur, reyndar ekki alveg einsog við bjuggumst við en samt fínt. Á laugardag gerði ég lítið. Við Hildur fórum með Dan og Ryan að borða á thailenskum veitingastað og svo fórum við í bíó að sjá Meet the Parents, sem er frábær.

Á sunnudag fór ég með fótboltaliðinu til Indiana, nánar tiltekið að Purdue háskólanum. Þar spiluðum við um morguninn við Purdue. Leikurinn var mjög góður og skoraði ég þrennu, sem var frábært. Við unnum leikinn 5-2. Í seinni leiknum töpuðum við fyrir Grand Valley State frá michigan. Ég átti stoðsendinguna að eina markinu okkar, sem Serge, belginn í liðinu okkar, skoraði.