Hvaða lag er ég með á heilanum?

Ok, ég fór semsagt á Felix fyrir einhverjum vikum síðan. Þar heyrði ég lag, sem allir á staðnum virtust kunna. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvaða lag þetta er.

Þetta er rólegt R&B lag, það er strákur, sem syngur/rappar og í viðlaginu er orðið “fuck” notað svona 300 sinnum. fuck all the ? and fuck all the ? Geri ráð fyrir því að þetta sé mjög nýlegt lag. Ég er búinn að vera með þetta á heilanum síðan og það er að gera mig geðveikan að vita ekki hvaða lag þetta er. Auk þess er mjög pirrandi að vera með lög á heilanum, sem maður kann ekki nema 5 orð í textanum af 🙂

Ok, veit einhver hvaða lag þetta er? Katrín? Kristján? Einhver?

2 thoughts on “Hvaða lag er ég með á heilanum?”

  1. Og það var rétt! Takk kærlega. Fór núna á netið og náði í lagið. Verð að segja að það er fáránlegt að hlusta á “clean” útgáfu af þessu lagi 🙂

Comments are closed.