Í dag

Áðan var ég í Melabúðinni þegar ég sá fyrrverandi kærustu mína framan á Séð & Heyrt (nei, ekki Sirrí!) og ákvað að kaupa blaðið í fyrsta skipti í langan tíma. Þegar ég kom heim las ég blaðið. Sú athöfn tók fjórar og hálfa mínútu.

Ég hef reyndar sett fram þá kenningu að Séð & Heyrt stefni að því að hafa myndir af sem flestum í hverju blaði svo að fólkið á myndunum og ættingjar þeirra kaupi sér eintak. Þetta virkaði allavegana í þessu tilfelli.

Svo tók ég inn Ibufen og horfði á Children of Men, sem er að mínu mati ekki jafn æðisleg og margir hafa haldið fram.

Svo tók ég meira til og vann smá líka áður en ég ákvað að slökkva á email forritinu mínu þar sem ég vildi ekki fá meira vinnutengt inná mitt borð. Því næst tók ég til við að skoða nær allar myndasíður hjá flestum MySpace kontöktunum mínum. Það var fróðlegt.

Ég ætla ekki að vera veikur á morgun!

KOMA SVO, ónæmiskerfi – do your thing!

8 thoughts on “Í dag”

  1. Ég er búinn að vera kvefaður í nokkra daga og er búinn að vera að taka inn á fullu lýsi, C vítamín (+sólhattur) og hvítlauk. Svo er ég að fara núna á eftir í sumarbústaðarferð með vinunum sem við plönuðum fyrir mörgum mánuðum, þannig ég tek undir með þér…

    Ónæmiskerfi – do your thing, bitch!

  2. Fyrirgefið að ég spyrji að þessu hér en ég veit að margir háskólanemar lesa þessa síðu. En spurningin er : bókasafnskort sem ég fékk á aðalbókasafni niðri í bæ, gilda þau á Þjóðarbókhlöðunni eða þarf maður líka að kaupa sér kort þar?
    Afsakið fáfræðina og ég vona að þú leyfir þessarri spurningu að vera :confused:

  3. Sammála þér með Children of Men.. kárlega ofmetin mynd þrátt fyrir gríðarlegan fola. Mæli þó eindregið með Babylon og Crash (dulítið “gömul” en frábær mynd!)… Það má reyna að nýta veikindatímann í smá “catching up” í myndaflórunni :tongue:

  4. já.. mér leikur samt furða á afhverju var ekkert talað um stúlkna-dans-söng-hópinn bómul.

    Mjög einkennilegt.

  5. Hæ hæ, veit ég er soldið sein með þetta, en ætla bara að óska þér innilega til hamingju með nýju opnunina á Serrano!
    Hafðu það gott

    Rakel

Comments are closed.