Íbúðaskipti Stokkhólmur – Reykjavík í sumar

Við Margrét erum að leita að fólki, sem er tilbúið í íbúðaskipti við okkur í sumar.

Tímabilið sem um ræðir er 12. júlí til 2. ágúst.

Það sem við erum að leita eftir er íbúð miðsvæðis í Reykjavík og helst bíl með.

Á móti færð þú mjög fallega íbúð á besta stað á eyjunni Södermalm í Stokkhólmi. Sirka 50 metrum frá Medborgarplatsen, sem er torg sem iðar af mannlífi á sumrin í Stokkhólmi. Íbúðin er 50 metrum frá neðanjarðarlestastöð og hérna í nágrenninu er gríðarlegt magn af börum, veitingastöðum og öðru skemmtilegu. Þetta er einn allra besti staðurinn að búa á í þessari frábæru borg.

Kötturinn Suarez býr hérna og viðkomandi þurfa að hugsa um hann. Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á margretrossig@gmail.com sem fyrst.