iPhone

Jæja, 9 mánaða bið er á enda, ég er kominn með iPhone.

Bróðir minn er útí USA og hann keypti símann handa mér og sendi hann heim með vini sínum fyrir helgi. Í stað þess að vera á einhverju djammrugli í gær þá eyddi ég kvöldinu í að aflæsa símann og fá hann til að virka.

Það tók mig kannski svona 2- 3 tíma að fá þetta til að virka, en núna virkar hann nánast alveg einsog hann myndir gera í USA, bara með kort frá Símanum.

Ég er búinn að lesa og skoða svo mikið um þennan síma að það er fátt sem kemur mér á óvart. En hann er algjörlega æðislegur, án efa lang, langskemmtilegasti sími sem ég hef átt. Kannski er helsta geðveikin sú að hann kostaði mig minna (25 þúsund) en flestir símar sem ég gæti fengið útí næstu búð hérna heima. Hann er til að mynda um 10 þúsundum ódýrari en u600 síminn frá Samsung, sem ég átti fyrir.

Fyrir Apple aðdáanda og Makka notanda einsog mig þá er þetta auðvitað bylting. Síminn sync-ar addressu bókina mína fullkomlega með myndum og öllu og það sama á við um dagatal og uppáhalds síður í Safari. Einnig er iPod-inn í símanum æði. Maður getur hlustað á tónlist á fullu, en svo þegar það kemur símtal þá lækkar tónlistin og maður getur svarað.

Það er eiginlega of margt gott við þennan síma til að lýsa því í stuttu máli. Ég hef allavegana ekki verið svona spenntur fyrir nýju tæki mjög lengi. 🙂

15 thoughts on “iPhone”

  1. Ég elska þig líka, Kristján. Og ég er búinn að taka sjálvirka uppfærslu af í iTunes, þannig að ég ætti að vera góður. 🙂

  2. Það sem ég kemst ekki yfir er verðlagið. 25 þúsund kall fyrir iPhone! Hann mun aldrei kosta undir 60-70 þúsund þegar hann kemur í sölu hérna heima. Ég ætlaði að bíða í allavega ár í viðbót og kaupa frekar endurbætta útgáfu af þessum síma, en fyrir 25 þúsund kall get ég alveg stokkið á hann strax.

    Ef maður nú bara þekkti einhvern sem á leið til USA. :/

  3. Til hamingju með símann, Einar! 🙂

    En hvað varðar það að neyða eigendur iPhone til að versla við AT&T með því að læsa símanum er svolítið lélegt, en það að senda út uppfærslu sem eyðileggur/óvirkjar símana hjá þeim sem vilja versla við aðra en AT&T er alveg út í hött. Ég varð mjög pirraður við að lesa þetta!

    Apple down the drain – like Microsoft.

  4. Víst öfundar þú mig, Elín 🙂

    Og já, þetta verð er náttúrulega bara grín. Maður getur bara fengið einhverja drasl síma fyrir þennan pening hérna.

  5. Sælir,

    Ég var að spá með eitt varðandi iPhone: gengur wi-fæið í honum alveg snurðulaust fyrir sig? (þ.e. í gegnum WEP encryption og þess háttar).

  6. Geturu nokkuð gefið okkur link fyrir síðuna sem þú notaðir sem leiðir mann í gegnum hvernig maður aflæsir iPhone?

  7. Heyrru fæ þetta wi fi ekki til að virka kemur alltaf að hann nái ekki að conecta við serverinn samt er ég búinn að tengjast þráðlausa hérna heima og allt einhverjar hugmyndir?? svo líka kannski gaman ef einhver veit hvar hægt er að nálgast einhverjar góðar hugmyndir hvað skal downloda í svona græju.

Comments are closed.