Ísland í ESB

Ég er gríðarlega ánægður með úrslit þessara kosninga.

Fyrir utan allt annað þá tapaði Sjálfstæðisflokkurinn klárlega á ESB afstöðu sinni. Ég þekki persónulega nokkra Sjálfstæðismenn, sem kusu Samfylkinguna núna nánast eingöngu vegna ESB.

european-union-flag

Samfylkingin getur núna ekki annað en myndað ríkisstjórn, sem mun sækja um aðild. Annað er hreinlega ekki hægt. Annars munu kjósendur hennar aldrei fyrirgefa flokknum fyrir að hafa misst af þessu ótrúlega tækifæri. Þjóðin vill umsókn um aðild og hún sýndi það í kosningunum í gær.

Við ESB sinnar getum því ekki annað en verið glaðir í dag.

5 thoughts on “Ísland í ESB”

  1. “Þjóðin vill umsókn um aðild og hún sýndi það í kosningunum í gær.” Samfylkingin er ekki þjóðin, svo ég leyfi mér að fremja örlítið spaug. Þó rúm 50% atkvæða hafi fallið til flokka sem eru meira og minna fylgjandi einhverskonar ESB umræðu, þá er það varla öll þjóðin sem er að biðja um ESB.
    Svo er líka vitað mál að kosningaloforð Framsóknar tengjast því lítið hvað þeir vilja framkvæma eftir kosningar.

  2. Þrír flokkar buðu sig fram með aðild að ESB á sinni stefnuskrá. Þeir fengu meirihluta. Mikið skýrara verður það varla í okkar lýðræðisfyrirkomulagi.

  3. Til hamingju Einar og allir aðrir!

    Þetta eru sögulegar kosningar, svo segir fólk að ekkert jákvætt gerist ekki í kreppunni 😉

Comments are closed.