Jafnrétti?

Ekki það að ég hafi minnsta vit á málinu (eða það komi mér hið minnsta við), en af hverju í ÓSKÖPUNUM gera menn strax ráð fyrir því að kyn þáttakenda hljóti að [skipta einhverju máli í nýsköpunarverðlaunum forsetans](http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060224/FRETTIR01/60224018/1091).

Halda menn því virkilega fram að það séu líkur á því að dómnefndin hafi hafnað konum vegna kyns þeirra? Þetta er hreinlega ofar mínum skilningi, en kannski horfi ég bara of barnalega á hlutina. Ég á bara bágt með að trúa því að menn láti kyn þáttakenda hafa áhrif á sig, sérstaklega þegar um verðlaun forsetans er að ræða.

Er ekki nær lagi að [gagnrýnendurnir](http://www.runolfur.is/?p=165) séu að reyna að slá sér upp til riddara, sem einhvers konar jafnréttishetjum?

5 thoughts on “Jafnrétti?”

 1. Mér finnst í góðu lagi að benda á þetta þó svo að ég sé nú ekki algjörlega sammála honum Runólfi rektor mínum. Ég tel það hins vegar fráleitt að hann sé að slá sér til riddara með þessum ummælum.

 2. Ég held að punkturinn sé sá að þeir sem meta verkefnin séu frekar fyrir það að verðlauna verkefni sem eru nær þeirra eigin áhugasviði.

 3. Hann er ekki bara að benda á þessa staðreynd, Maja, heldur gefur hann í skyn að konum hafi verið hafnað í þessari keppni. Þetta er kvót í pistilinn:

  >Hvort eru þá ungar konur í íslensku fræðasamfélagi óhæfar eða einskis metnar? Hvaða skilaboð er vísinda- og fræðasamfélagið að senda til kvenna?

  Mér finnst skilaboðin hans vera sú að dómnefndin hafi á einhvern hátt “hafnað konum”.

  Hvort svo að áhugasvið karla og kvenna í þessari keppni er öðruvísi er svo annað mál, en Runólfur gerir enga tilraun til að skoða það í pistli sínum heldur hendir hann einungis fram þessum fullyrðingum.

 4. Þetta er algert bull, þetta jafnrétti er farið út í svo miklar öfgar, ég er á jafnrétti á vinnumarkaði en það er komið út í það að karlamaður má varla komast áfram í neinu án þess að það séu komin jafnréttissjónarmið í málið. Konur eiga að njóta sömu!!!! réttinda og karlmenn ekki meiri er það ekki hugsunin bakvið þetta alltsaman

 5. Þetta innlegg Runólfs var undarlegt. Næstum því jafn undarleg og ómarktæk gagnrýni Runólfs á ummæli Hönnu Maríu framkv.stj. Nýsköpunasjóðs.

  Það sem er vitað er að enginn kynjakvóti er við úthlutun og að um helmingur umsækjenda sé konur.

  Hvers vegna er það ómögulegt að verðlaunahafar komi allir úr hópi karla?

  Væri gaman að fá umræðu um hvernig Rannís úthlutar fé til verkefna. Eru karlar þar í meirihluta umsækjenda? Eru kannski fleiri konur sem fá þar styrki?

  Er þess fullviss að fólk sem velst til starfa við styrkveitingar fyrir Rannís, Nýsköpunarsjóð og sambærilega sjóði, hefur kyn umsækjenda síðast í huga við mat á umsóknum.

  Hvers vegna er Runólfur að röfla þetta? Hann ætti kannski að líta sér nær?

Comments are closed.