Jens í 4. sætið

Þetta er auðvitað alltof seint sett hérna inn, en ef einhverjir eiga eftir að kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum, þá hvet ég þá til að setja [Jens vin minn í 4. sætið](http://www.jenssigurdsson.com/).

Jens er **snillingur**, hugsjónamaður og eðaljafnaðarmaður. Hann myndi svo sannarlega koma með ferska vinda inná Alþingi.

Við Jens höfum verið vinir í næstum því 10 ár og við engann annan hef ég átt jafnmargar og jafnskemmtilegar umræður um pólitík. Kjósið Jensa í 4. sætið – hann á svo sannarlega erindi á Alþingi.