Jól

Í fyrsta skipti í ansi mörg ár er ég spenntur fyrir jólunum.

Þrátt fyrir alla kosti sem fylgja því að vera single, þá er það að vera kærustulaus yfir jólin ekki einn af þeim.  Í fyrsta skipti í mörg ár er ég á föstu um jólin og viti menn, ég er loksins aftur spenntur fyrir jólunum.  Ekki það að mér hafi leiðst jólin, en núna er ég hreinlega orðinn janspenntur og einhver karakter í Helgu Möller lagi. Það er hálf skrítið.

Síðustu dagar hérna á Íslandi eru búnir að vera ótrúlega skemmtilegir.  Hef skemmt mér með vinum mínum, verslað jólagjafir og notið lífsins auk þess sem ég hef unnið slatta.  Ég ætla að klára að skrifa jólakortin í dag og svo klára að pakka inn gjöfunum á morgun.  Þá er þetta mestallt komið.  Allt þetta fjör hefur auðvitað valdið því að þessi bloggsíða hefur mætt afgangi.  Svo verður sennilega áfram.

2 thoughts on “Jól”

  1. Þannig er líka best að hafa þetta,.. gleðileg jólin! Það er líka svo huggulegt að njóta samverustunda á jólunum með góðri “Margréti” (þ.e.a.s. móðir, dóttir eða kærustu).

    Kær jólakveðja,..

    Borgþór, Björk og Margrét Eva.

Comments are closed.