Jólakveðjur

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Þá er ég búinn að sannfæra sjálfan mig um að allt sé í lagi í vinnunni minni og get því sagt að jólin séu að byrja. Ég næ mér aldrei í neitt sérstakt jólaskap vikurnar fyrir jól, þar sem það að eiga veitingastað í Kringlunni gerir mig alltaf frekar stressaðan fyrir jólin.

Svo erfiður var þessi jólaundirbúningur í ár að ég komst ekki einu sinni í að skrifa jólakort í tæka tíð. Er rétt að byrja á þeim núna á Þorláksmessukvöld. Þannig að nema þú sért svo heppin/n að hitta mig í dag eða á morgun, þá færðu jólakort frá mér eftir jól. 🙂

En allavegana til allra, sem lesa þessa síðu: Gleðileg jól!!!

3 thoughts on “Jólakveðjur”

Comments are closed.