Jólaútlit

Jæja, í tilefni jólanna þá breytti ég útliti síðunnar í þetta yndislega hallærislega jólaútlit.

Ef þetta kemur þér ekki í jólaskap, þá er þér ekki er eitthvað mikið að! 🙂

(ef þið sjáið ekki jólalookið, ýtið þá á Refresh. Það á sem sagt að vera jólasveinamynd í staðinn fyrir strandamyndina eða Vestmannaeyjamyndina)

7 thoughts on “Jólaútlit”

 1. Þetta er smá jólalegt (þökk sé rauða litnum) en ehmmm…. líka dáldið stelpulegt… eða kannski hommalegt?! :laugh: 😉

 2. Æi, athugasemdin að ofan virkar hálf móðgandi… :confused: átti alls ekki að virka þannig… þetta er voða sætt og jólalegt útlit sem kemur manni í jólaskap :biggrin2:

 3. Ekki nóg með að þú ert eini karlmaðurinn sem ég þekki sem er með “kerlingarlegri” sjónvarpssmekk en ég, heldur afhjúparðu núna þetta “jólaföndur” þitt…

  Þú ert nú meiri kerlingin! :tongue:

  En til hamingju, þetta er alveg óþægilega jólalegt útlit, maður heyrir bara í hreindýrasleðabjöllunum… eða er þetta síðan?

  Kveðja,
  Skröggur :rolleyes:

 4. Heyrðu nú mig, Ágúst. Ég setti þetta útlit sérstaklega til að koma þér í jólaskap og svo eru þetta þakkirnar, sem ég fæ 🙂

Comments are closed.