Jólin

Þetta eru búin að vera æðisleg jól.

Sit núna uppí sófa, nýbúinn að borða Weetabix þar sem mig hreinlega langaði ekki í meiri óhollustu í bili. Hef sofið lengur en 12 tíma tvo daga í röð, eytt fullt af tíma með fjölskyldunni og borðað frekar mikið.

Ég fékk fulltaf skemmtilegum gjöfum, bæði frá fjölskyldu og fyrirtækjum tengdum Serrano. Fékk m.a. matarkörfur, fullt af víni, skálar og fleira frá fyrirtækjum. Frá fjölskyldunni fékk ég svo tvær bækur, annars vegar ljósmyndabók og hins vegar bókina um Maó eftir Jung Chang. Ég er orðinn nokkuð spenntur fyrir því að lesa hana. Las í fyrra [ævisögu Pol Pot](http://www.amazon.com/Pol-Pot-Nightmare-Philip-Short/dp/0805080066) og hún gerði mig spenntan fyrir að lesa um Maó.

Allavegana, aðalgjöfin var samt **snjóbretti**, en ég hef einmitt aldrei farið á snjóbretti. Ég var hins vegar nokkuð góður á skíðum þegar ég var yngri, en missti áhugann þegar ég var útí háskóla. Það virðast allir undir fertugt vera á snjóbrettum í brekkunum í dag, þannig að ég var orðinn verulega spenntur að prófa. Og það lítur út fyrir að ég sé strax heppinn með snjó, þannig að vonandi fæ ég að prófa brettið um helgina. Það eru allir búnir að segja mér að ég muni eyða fyrsta deginum á hausnum, þannig að ég er undirbúinn undir hið versta.  🙂

4 thoughts on “Jólin”

  1. Mér finnst mun skemmtilegra á snjóbretti heldur en skíðum. Ég mæli samt með námskeiði, bara svona til að byrja með.

Comments are closed.