Justin Timberlake

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þessi færsla mun valda því að fjölmargir vinir mínir munu stórlega efast um geðheilsu mína. Eflaust eiga einhverjir fleiri eftir að hafa áhyggjur af því að tónlistarsmekkur minn sé í rúst. En allavegana…

Justified, nýja platan með Justin Timberlake er frábær!

Holy Shit, ég sagði það!

Bara að taka það fram að þá fyrirleit ég NSync og allt, sem viðkom þvílíkri tónlist. Ég hef ávallt pælt mikið um tónlist og hef ekki nennt því að hlusta á tónlist, sem 14 ára stelpur dýrka.

Hins vegar þá kviknaði smá áhugi hjá mér á Justin Timberlake þegar ég las þessa færslu hjá Matt Haughley. Í framhaldinu kíkti ég á Rollinstone og sá að platan fékk Fjórar stjörnur af fimm!! Það er lygilega góð einkunn, því Rollingstone gefa nánast aldrei 5 stjörnur og því er 4 stjörnur vanalega merki um frábæra plötu (til samanburðar þá fékk Ok Computer 4 stjörnur og Nevermind með Nirvana bara 3). Þá rifjaðist líka upp fyrir mér blaðaviðtal við Pál, gítarleikara í Maus, þar sem hann talaði um að þessi plata innihéldi eðalpopp.

Ég held að það sé besta lýsingin á plötunni. Þetta er popp af bestu gerð. Sem betur fer eru ballöðurnar í algjöru lágmarki, enda vilja popparar oft falla í þá gryfju að fylla plötur með einhverjum alltof væmnum ballöðum. Meira að segja þá er ein ballaðan, Cry Me A River, frábært lag.

Í meirihluta á plötunni eru alveg fáránlega grípandi danslög einsog Senorita, Like I Love You og Rock your body.

Ég hvet alla sem hafa afskrifað Justin frá byrjun að gefa honum sjéns. Vinsældapopp verður ekki mikið betra.

18 thoughts on “Justin Timberlake”

 1. Humm… ertu nokkuð ennþá fullur síðan í gær?? Ég las líka viðtalið við Palla og ég viðurkenni að það flaug gegnum huga mér að kannski væri JT ekki alslæmur. En þrátt fyrir að hafa hlustað á JT með jákvæðni í huga þá nær hann ekki að heilla mig. Og svo halda stelpur ekki vatni yfir honum??!!! Skil það ekki!!!! 🙂

 2. 😉 Velkominn í hóp hinna undrandi aðdáenda Timburvatnsins. Ég fór að fíla hann þegar hann var með klikkað atriði í Leno – hann er svakalegur dansari, en það kom ekkert niður á tónlistinni. Ég keypti Justified fljótlega eftir það. Platan batnar bara og batnar við hverja hlustun, hann er ferlega hæfileikaríkur drengurinn.

  There I said it.

 3. JT er bæði ófríður og óhemju leiðinlegur, ég á bágt með að trúa því að hann sé að gera eitthvað sem er nýtt undir sólinni og ætla því að láta mig bara hlakka áfram til næstu MUSE plötu, því það er tónlist!

 4. Ég er ógeðslega sammála Krissu, mér finnst Justin ekki bara sætur heldur ógeðslega sætur og mér finnst diskurinn hans ekki bara geðveikur heldur alveg ógeðslega geðveikur.

 5. :biggrin2:

  Ég var alltaf öruggur um að það yrði djúp og málefnaleg umræða um þessa færslu. Sérstaklega þegar ég myndi byrja að fá “hit” af leit.is. Gaman að sjá hvernig þetta þróast.

 6. justin timberlake er algjört babe!!!! :biggrin:
  hann syngur líka mergjaðslega vel mar…. 🙂
  of diskurinn hans rockar :biggrin2:

 7. hæ ég ættlaði að fara á þessa síðu til að leyta að einhverju um Justin Timberlake en því miður það er allt suck-að á þessari síðu!!!!!!
  TO BAD FOR YOU

 8. Mér finnst hann allveg ágætur poppari en ekki allveg..En mér fannst hann ekki á að hæta með brintey Spears.. :confused:

Comments are closed.