Kerry og Víetnam

Mæli sterklega með þessari síðu: [Never Forget](http://www.internetvetsfortruth.org/). Nokkur frábær myndskeið um John Kerry og Víetnam.

[Kerry talar fyrir þingnefnd](http://www.internetvetsfortruth.org/m/upriver/upriver-congress.mov)
[Mótmæli gegn stríðinu þegar hann kemur heim](http://hume.multipattern.com/mirror/2004/movies/upriver/upriver-medals.mov)

Svo eru þarna einnig á síðunni ummæli frá félögum hans á bátum í stríðinu. Samt er lang athyglisverðast að sjá hvernig stríðið breytir honum. Hvernig hann sannfærist um rangmæti þess og þorir að standa upp gegn stríðinu aðeins 27 ára gamall. Það er augljóst að hann gerir sér betur grein fyrir því hversu stór ákvörðun það er að fara útí stríð en Bush. Bush, sem var að leika sér í Texas og hinir “chicken hawks” í stjórninni hans væru ekki svona æstur í stríðsrekstur ef þeir hefðu upplifað það sama og Kerry.