Kerry viðurkennir ósigur

top.bush.tuesday.ap.jpg

[Til hamingju, Bandaríkin!!](http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/articles/A19510-2004Nov2.html)

Fjögur ár af Bush í viðbót! Ég trúi þessu ekki enn.

4 thoughts on “Kerry viðurkennir ósigur”

  1. Í alvöru? Kemur þetta þér virkilega á óvart? Bush varð auðvitað að verða “stríðsforseta” til að tryggja sér fyrsta sigur sinn í kosningum. Annað hefði verið skandall, bæði að hafa aldrei sigrað forsetakosninga og ná ekki endurkjöri og vera stríðsforseti.

  2. jæja þá er þessi hluti heimsins endanlega farinn til fjandans……….
    hver hefði trúað því að kaninanum væri virkilega svona mikið sama um framtíð sína… rétt rúmlega 50% mæting í kjörklefana og olíumálaráðherrann fær að halda áfram að þá litlu samstöðu sem komin var í hinum vestræna heimi… 😡

  3. Ömurlegt… hreint ótrúlegt að svona hafi þetta virkilega endað. Ég held að svo margir hafi vonast eftir kraftaverki og haldið í vonina nánast alveg fram í blálokin…en kraftaverkið lét á sér standa og engu vatni var breytt í vín að þessu sinni! (…svo sem ekki óvanalegt…).

    Það er þá kannski næsta skref að fara að velta fyrir sér kosningunum að fjórum árum liðnum, Rudy vs. Hillary? Gæti svo sem komið upp svipuð staða í slíkum kosningum, nema hvað miklu auðveldara væri að útskýra lítinn mun á milli aðilanna í framboði en í þetta nýafstaðna skipti!

    Sjáum til…

  4. Jamm, held að við getum allavegana bókað að þetta verður betra eftir fjögur ár. Annaðhvort John McCain, Giuliani eða Hillary. Þau eru allavegana ekki jafn klikkuð og Bush.

Comments are closed.