Knattspyrnuveisla

Það er búin að vera sannkölluð knattspyrnuveisla hér við Simpson stræti undanfarna daga. Málið er nebbnilega að við erum komin með bestu stöð í heimi, Fox Sports World. Þessi stöð sýnir bæði enska og ítalska boltann í beinni, auk þess að á hverjum degi er Sky Sports íþróttafréttir með öllu nýjasta úr enska boltanum.

Ég er því búinn að horfa á flestar útsendingar frá enska boltanum. Það er sannkölluð hátíð að hlusta á ensku Sky Sports þulina, eftir að maður hafði vanist því að hlusta á íslensku íþróttaþulina. Það er ekki hægt að líkja þeim saman. Á laugardaginn er svo bein útsending frá Liverpool og Leeds.

Ég horfði á snilldina í gær þegar Liverpool rústuðu Crystal Palace 5-0. Vandamálið við leikinn á laugardag er að hann byrjar klukkan 6 um morguninn. Ég er ekki alveg viss hvort ég nenni að vakna svo snemma. Kannski að ég taki leikinn bara upp.