Ég er búinn að vera í ansi skemmtilegri prófahrinu. Þess vegna hef ég ekkert skrifað á netið. Ég hélt alltaf að þegar ég væri búinn í prófunum að þá myndi ég hafa alveg fullt af segja. En ég hef ekkert að segja. Kannski að mér detti eitthvað í hug á morgun.
Ég er reyndar ekki alveg búinn, því að ég er að fara í stærðfræðipróf á morgun. Ég, af einhverjum ástæðum get bara ekki lært undir það próf. Sem betur fer er ég að fara að keppa í fótbolta í kvöld, þannig að ég hef góða afsökun fyrir því að vera ekki að læra.