Kólumbía og gamlir kommúnistar

Ástandið í Kólumbíu þessa dagana er afar athyglisvert. Loksins, eftir þriggja ára samningaviðræður við FARC ákvað Andres Pastrana forseti að ráðast á bækistöðvar skæruliðana.

Fyrir rétt rúmri viku höfðu leiðtogar FARC samið við ríkisstjórnina um vopnahlé en aðeins nokkrum tímum seinna höfðu þeir sprengt sprengjur í borgum og rænt flugvél með þingmanni.

FARC eru gömul og afskaplega ómerkileg samtök. Einu sinni fyrir langa löngu börðust þeir einsog Ché og fleiri fyrir marxískri byltingu í Kólumbíu en sá draumur er löngu dauður og eyða þeir því tímanum aðallega við að smygla eiturlyfjum og ræna fólki. Pastrana gerði allt, sem hann gat til að semja um frið og gaf FARC meira að segja land á stærð við Sviss, þar sem þeir gátu verið í friði. Þrátt fyrir allt þetta hafa þeir svikið öll loforð um vopnahlé.

Í dag flaug Pastrana inná yfirráðasvæði FARC, tók niður FARC fána á aðaltorginu og henti honum í ruslatunnuna. Mjög táknrænt.

Vonandi að þessir 20.000 gömlu kommúnistar geti ekki haldið þessari ágætu þjóð í gíslingu lengur.

One thought on “Kólumbía og gamlir kommúnistar”

Comments are closed.