Kynlíf

Á þetta ekki ágætlega við umræðuna á Íslandi í dag:

Og fyrir þá, sem eru ekki byrjaðir að fylgjast með bandarísku útgáfunni af The Office, þá vil ég bara segja að þið eruð að missa af miklu. Þetta er svo mikil snilld að það er hreint magnað.

3 thoughts on “Kynlíf”

 1. Ég er svo sannarlega sammála þér með Office US Einar, mér finnst hún töluvert betri en sú enska en um leið allt allt öðruvísi.

  Það er gaman að bera saman karakterana okkar megin hafsins og hinu megin. David og Michael finnst mér vera jafntefli. Dwight töluvert betri en Gareth. Tim betri en Jim, Pam betri en Dawn, Keith betri en Kevin (þó Kevin sé æðislegur) og svo eru náttúrulega svo margar aukapersónur í US útgáfunni sem gerir þeim mögulegt að búa til þetta marga þætti og fara dýpra í þetta. Stanley, Creed, Toby og jafnvel Phyllis eru ótrúlega vanmetin finnst mér. Ryan the temp er solid en mér leiðast Kelly og Meredith, Angela þjónar svo sínum tilgangi ágætlega og svo er Oscar horfinn en kemur aftur í kvöld.

  Svo má ekki gleyma Jan, Roy og að mínu mati besta karakternum þó hann komi ekki oft fram, en það er Daryl, svo fyndið hvernig hann er með Michael gjörsamlega í vasanum í hvert einasta skipti :laugh:

  Er ég að gleyma einhverjum? Todd Packer er samasem hættur þarna, Carol líka sem og Josh. Jú, auðvitað Andy og Karen, en þau eiga eftir að detta út fljótlega. Andy kom mjög ferskur inn en var skrifaður leiðinlegur í síðasta þætti svo það er nokkuð ljóst að hann er fokinn.

 2. Já, ég var þokkalega skeptískur á bandaríska Office fyrst. Sérstaklega þar sem fyrsti þátturinn var með sama handrit og breska serían og þetta virkaði pínlegt.

  En svona í annari seríu fór þetta að breytast í hreina snilld. Sammála um þetta varðandi persónurnar. Dwight er stórkostlegur og Michael Scott er orðinn alveg magnaður karakter. Honum tekst að vera vandræðalegri en David Brent á tímabili. Kvennamálin hans í jólaþættinum voru stórkostleg. 🙂

  Og svo er Entourage náttúrulega í sérflokki. Office og Entourage eru einu þættirnir þar sem ég bíð í ofvæni eftir nýjum þætti frá USA.

Comments are closed.