Læknisskoðun

Ok, þá er það opinbert. Þeir á Múrnum hafa núna skrifað fleiri greinar um grimmilega læknisskoðun Bandaríkjamanna á Saddam Hussein, heldur en um öll voðaverk sem Hussein framdi meðan hann var við stjórn.

Verst af öllu er að stjórnvöld í ríkjum heimsins virðast ekki kippa sér upp við þetta. Í það minnsta æmtir hvorki né skræmtir í hinum staðföstu stuðningsmönnum Bandaríkjanna við þessi mannréttindabrot.

Mannréttingabrot? Að það hafi verið leitað að lúsum á gaurnum í sjónvarpi!? Ó plís!! Hvar voru Múrsmenn þegar Saddam framdi sín voðaverk, sem voru flestöll mun alvarlegri en læknisskoðanir? Ekki man ég eftir mörgum mótmælum þeirra útaf illverkum Saddam.

Þetta sannar bara enn einu sinni að einu illmenni heimsins í augum þeirra á Múrnum eru Bandaríkjamenn.

18 thoughts on “Læknisskoðun”

 1. O plis Einar!
  Eg trui thvi varla upp a thig ad thu skulir ekki sja hvad thetta var osmekklegt hja fjolmidlum ad utvarpa svona nidurlaegingu fyrrverandi thjodarleidtoga Iraks! Sama hvada vodaverk hann framdi. Er Hussein einhver undantekning fra thvi ad menn skuli daemdir til refsingar adur en til hennar kemur?
  Mer fannst thessi umfjollun vera ekki bara nidurlaegjandi fyrir Iraka og Araba heldur lika fyrir fjolmidla.

  Eg fekk kuldahroll thegar eg sa myndirnar af Saddam. Hvilik lagkura!

 2. Já já, ég var alveg sammála því að myndirnar voru óþarfii. Mér fannst þetta bara full dramatískur pistill 🙂

  Þeir á Múrnum hafa jú aldrei skrifað pistil, þar sem Saddam hefur verið gagnrýndur, en svo fá þeir í magann þegar Saddam er niðurlægður í einhverri lúsaskoðun.

 3. Ég vona að þetta teljist ekki móðgandi ummæli en mig hefur lengi grunað af orðum þínum um Múrinn að þú lesir vefritið ekki mjög vel.

  Þú fullyrðir hér: „Þeir á Múrnum hafa jú aldrei skrifað pistil, þar sem Saddam hefur verið gagnrýndur.“

  Hér á eftir fylgja nokkrar beinar tilvitnanir í Múrinn, tekið skal fram að margar fleiri slíkar mætti vel finna:

  1. „Ekki þarf að deila um að Saddam Hussein er glæpamaður.“ 20. sept. 2000

  2. „Fortíð Íraka undir stjórn Saddams Husseins er vissulega ekki glæsileg … Þá hefur stjórn Saddams líka níðst á shíta-múslimum í suðurhluta landsins“ 24. feb. 2001

  3. „Saddam Hussein er hrottalegur einræðisherra. Enginn andmælir þessu.“ 12. júní 2001

  4. „Í sjálfu sér er einkennilegt til þess að hugsa að ekki hafi verið gerðar alvarlegar tilraunir til þess á alþjóðavettvangi að draga Saddam Hussein fyrir rétt … Eins og mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sýnt fram á er Saddam ábyrgur fyrir þjóðarmorði í Kúrdistan. Fyrir utan fjöldaaftökur í ógnvænlegum mæli beittu hersveitir hans meðal annars efnavopnum til að brjóta á bak aftur uppreisn Kúrda í nyrstu héruðum Íraks.“ 24. mars 2002

  5. „Það þarf ekki að deila um að Saddam Hussein er stórglæpamaður, sem hefur m.a. beitt efnavopnum gegn Kúrdum í Norður-Írak.“ 18. júní 2002

  6. „Saddam Hussein var rækilega lýst í heimildamynd John Simpson, fréttamanns BBC, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld. Maðurinn er greinilega sjúkur, ber enga virðingu fyrir mannslífum, beitir hvaða ráðum sem er til að tryggja völd sín og virðist trúa því að hann þurfi aldrei að láta í minni pokann. Í átta ára stríði gegn Íran sannaði Saddam að honum var nákvæmlega sama um mannfallið og atti liði sínu hvað eftir annað út í opinn dauðann, sjálfum sér til dýrðar.“ 19. nóv. 2002

  Menn ættu nú kannski að gæta sín aðeins áður en þeir nota orð á borð við „aldrei“.

 4. Er erfitt að samþykkja það að gerðar séu hærri kröfur til þjóðar sem heldur því statt og stöðugt fram að hún sé helsti boðberi friðar og frelsis í heiminum? Hún setur sér sjálf það viðmið sem hún vill láta mæla sig við en er bara ekkert að koma neitt vel út úr því.

  Í Íraksstríðinu sjálfu sýndi AlJasíra (ætla ekki einu sinni að reyna að stafsetja þetta rétt) myndir af bandarískum hermönnum sem Írakar höfðu tekið. Varð allt brjálað Í USA þrátt fyrir að svipaðar myndir höfðu verið sýndar af Íröskum hermönnum sem höfðu gefist upp. Síðar héldu Bandaríkjamenn þessu áfram og núna síðast sína þeir þessar myndir af Saddam.

  Það sem Kanarnir eru helst gagnrýndir fyrir er oft á tíðum hræsni og tvískinnungur. Þeir hafa ofureinfaldlega fengið falleinkunn undanfarið á því sviði. Þetta er ekki fullyrðing heldur staðreynd.

  Ég vona aftur á móti að ég þurfi ekki að lesa fleiri greinar á þessari annars ágætu síðu þinni sem hægt er að flokka sem “En Saddam er miklu vondari en Bush!!!” grein. Ég geri ofureinfaldlega miklu hærri kröfur til Bush og félaga (þó þær hafi nú lækkað undanfarið) heldur en ég geri til Saddam og Co. Ég vona að flestir skynsamir menn geri það líka.

  Strumpakveðjur 🙂

 5. Jú, Ármann, ég les Múrinn reglulega og les greinarnar mjög vel, enda vel skrifað vefrit. Ef ég kynni ekki að meta vefritið og læsi það ekki vel, þá myndi ég ekki nenna að standa í gagnrýni minni.

  Ég var kannski full pirraður þegar ég skrifaði þessa færslu og vissulega hefði ég ekki átt að nota orðið “aldrei”. Þrátt fyrir það, þá held ég þó í alvöru að það hafi ekki verið skrifuð grein á Múrinn einungis um grimmdarverk Saddam. Það er bara þannig að flestar greinarnar um Saddam hafa í raun fjallað um Bandaríkin. Attitúdið finnst mér alltaf vera: “Jú, vissulega er Saddam slæmur, eeeeeeen (og svo kemur einhver klausa um það hvernig þetta er í raun allt Bandaríkjunum að kenna”.)

  Þakka annars kærlega fyrir mjög málefnalegt svar!

  Ég veit þó að skrif mín um Múrinn litast oft af pirringi mínum útí þá kenningu að allt slæmt sé Bandaríkjunum eða Ísrael að kenna. Einsog ég hef oft sagt, þá er ég enginn sérstakur stuðningsmaður utanríkisstefnu Ísraels eða Bandaríkjanna, en mér leiðist sá málflutningur að allt sé svona slæmt við þessi lönd. Ætli ég vilji ekki halda fram sjónarmiðum, sem eru einhvers staðar á milli Donalds Rumsfelds og Múrsins 🙂

  Annars, þá verð ég að viðurkenna að mér fannst punkturinn hjá Strumpinum frábær:

  Ég vona aftur á móti að ég þurfi ekki að lesa fleiri greinar á þessari annars ágætu síðu þinni sem hægt er að flokka sem “En Saddam er miklu vondari en Bush!!!” grein. Ég geri ofureinfaldlega miklu hærri kröfur til Bush og félaga (þó þær hafi nú lækkað undanfarið) heldur en ég geri til Saddam og Co. Ég vona að flestir skynsamir menn geri það líka.

  Ég skal taka þetta til mín! Kannski læt ég mig verða of fljótt pirraðan á þessu tali. Og auðvitað er það rétt að við eigum að hafa talsvert hærri standard fyrir Bandaríkin heldur en einræðisherra.

  Það getur verið að ég hafi skrifað greinar þar sem ég held því fram að Bush sé ekki jafn slæmur og Hussein (:-)) en ástæður þeirra skrifa hafa oft á tíðum verið öfgakenndar fullyrðingar, til dæmis þegar Bush hefur verið líkt við Hitler og fleiri ómenni. Ég fyrirlít stefnu Bush, en svo slæmur er hann ekki.

 6. Ég get ekki að því gert en mér finnst dáldið broslegt að tala sé um Saddam á þann veg að hann hafi ekki verið dæmdur fyrir neitt !!

  Er fólki alvara? Hvaða refsingu er verið að tala um? Að Saddam hafi verið sýndur í læknisskoðun?

  Var það virkilega svona rosalega niðurlægjandi?

  Sumir múslimar eru æfir út í það hann hafi verið rakaður vegna þess að það er móðgun við heittrúaða múslima. Eina vandamálið er náttúrulega að Saddam er ekkert trúaður.

  Æi, mér finnst bara fyndið að fólk sé að hneykslast á meðferðinni á manninum. Þetta er að mínu mati stormur í vatnsglasi.

 7. Hefði einhver kvartað ef að sambærilegar myndir af Hitler hefðu verið birtar? Ég held ekki, þetta voru fyrstu myndirnar sem fjölmiðlafólk fékk aðgang að og því voru þær að sjálfsögðu birtar með þeirri stórfrétt sem handtaka Hussein er.

  Ég blæs á þetta væl um mannlega reisn, átti kannski að dubba Hussein upp í kjólföt og senda hann í klippingu áður en fyrstu myndirnar yrðu teknar? Ég er viss um að Hussein á eftir að leggjast í þunglyndi yfir þessum myndbirtingum og fara í meiðyrðamál. Tómt helvítis væl yfir engu.

 8. Ég held að það sem stuði fólk hvað mest varðandi þessar myndir, er áminningin um það hversu stutt er á mili þess að ganga allt í haginn og standa uppi einn og allslaus.

  Það er bara svo auðvelt að kenna Bandaríkjamönnum um allt sem miður fer og því er það líka gert í þessu tilfelli af illa upplýstum og fordómafullum pistlahöfundi Múrinn.is.

 9. Ekki nenni ég að ræða við fólk sem þorir ekki að koma fram undir nafni. En þeir sem velja öðrum einkunnina „illa upplýstur“ ættu kannski að þá fjölmörgu andstæðinga fasismans um allan heim sem hafa fordæmt það þegar skæruliðar drápu Mussolini og hengdu hann upp á löppunum og tóku myndir af.

  Við Einar get ég hins vegar sagt þetta:

  Varðandi athugasemdina um að Múrinn hafi ekki birt sérstakar greinar gegn Saddam Hussein má nefna greinina Drögum Saddam fyrir rétt (sem birtist 24. mars 2002). Þá er áhugavert að lesa greinina Stjórnarskipti í Írak — 40 ára gömul dæmisaga (5. nóv. 2002). Það þarf varla frekara vitnanna við um álit Múrsins á þessum manni.

 10. Matti: Burtséð frá því hvort myndir úr læknisskoðun eru sérlega niðurlægjandi eða ekki, er svona myndataka af stríðsföngum mannréttindabrot og á ekki að líðast, síst af hálfu ,,mestu lýðræðisþjóðar heims“ (sbr. Herrn Schlümpf).
  Fúlmenni hafa nefnilega sama rétt til mannréttinda og aðrir.

 11. OK, gott og vel Ármann, ég sé að Múrinn kemur mér á þægilega á óvart í þetta skiptið! 🙂

  Það er alltaf gott þegar menn treyst sér í að fjalla um báðar hliðar málsins. Ég leyfði mér að alhæfa í þetta skipti en hef greinilega ekki haft jafn yfirgripsmikla þekkingu á skrifum Múrsins frá upphafi einsog ég hélt 🙂

  Varðandi þetta komment hjá IN, þá var ég nú að spá í að henda því út, því það braut nú eiginlega reglurnar um diss í skjóli nafnleyndar. En ég leyfi því að vera inni. Ég skil þó aldrei almennilega af hverju menn treyst sér ekki til að skrifa undir nafni. Jafnvel þó að menn verji slæman málstað, þá er nú trúverðugra að skrifa undir nafni.

 12. Mannréttindarbrot er ekki alltaf það sama og mannréttingarbrot, það er mergur málsins. Á Íslandi þekkjum við að ýmislegt telst nú til mannréttinda sem engum hefði dottið í hug flokka þannig áður.

  Mér þótti t.d. grátbroslegt að hlusta á vælið í Bandaríkjamönnum þegar Írakar sýndu myndir af stríðsföngum á sínum tíma. Ég hugsaði bara um hversu heppið þetta fólk væri að vera á lífi en ekki dáið eins og félagar þeirra.

 13. Sælir.

  Verð reyndar að viðurkenna að ég nennti ekki að lesa allt hér að ofan – enda nokk sama um Múrinn og fínni pælingar í þeirra ritstjórnarstefnu.

  Mómentið í þessu máli, að mínu mati, er sá tvískinnungur að um daginn var það brot á Genfarsáttmálanum að birta myndband af stríðsfanga, þegar það var BNA maður, en í dag er það ok.

  Var þá vísað til ákvæðis um bann við niðurlægjandi meðferð. Ef myndirnar af kananum voru niðurlægjandi þá var dýralæknaskoðunin á ómenninu honum Saddam það líka.

  Issueið hérna er ekki hversu vondur Saddam var. Menn verða að vera consistant í sínum málflutningi, ekki satt?

  Kveðja,
  Scweppes

 14. Ég skil ekki af hverju ekki má skrifa undir dulnefni. Ég hef notað fangmark mitt, sem er IN og tel það mjög sambærilegt við það að nota eingögnu fornafn eins og flestir hafa gert á þessum þræði. Ég sé t.d. að Ármann gagnrýnir mig fyrir að skrifa ekki undir nafni, ég vísa þeirri gagnrýni til föðurhúsanna þar sem þessi Ármann getur verið hver sem er af þeim 216 Íslendingum sem bera þetta nafn.
  Þar að auki hef ég aldrei fengið alvöru rök fyrir því að skrifa undir nafni, einu rökin sem ég hef fengið er eitthvað heiðursmannakjaftæði, sem eru náttúrulega engin rök.

 15. Það er reginmunur á þínum skrifum og Ármanns. Ármann gefur upp gilt tölvupóstfang. Þú gefur hins vegar upp IN@IN.IN, sem virkar ekki.

  Þannig að það er auðvelt að finna það út að Ármann heitir Ármann Jakobsson, en ég hef enn ekki hugmynd um það hver þú ert.

  Það er einfaldlega mun auðveldara að vera ómálefnalegur og með skítkast þegar menn skrifa í skjóli nafnleyndar heldur en þegar menn skrifa undir nafni.

  Ég hef allavegana fjarlægt ótrúlega dónaleg nafnlaus komment, en ekki nema 1 eða 2, sem hafa verið skrifuð undir nafni.

 16. Þú vilt sem sagt meina það að maður skrifi síður það sem manni býr í brjósti undir nafni; að maður ritskoði sig frekar ef skrifað er undir nafni?

  Ég tel að þegar maður ritskoðar sjálfan sig á maður á hættu að detta niður í pólitíska rétthugsun, að segja það sem fjöldanum er þóknanlegt, gagnrýnislaust.

  Ég tel það sem ég skrifaði hérna í gær vera langt frá því að vera ómálefnalegt skítkast. Ég gagnrýni einungis það sem mér finnst vera væl yfir ekki neinu.

  Mér finnst þessi umræða um skrif undir nafnleynd alltaf jafn hjákátleg. Ef að menn eru farnir að líta á tölvupóstföng sín sem hluta af nafni sínu er þá ekki alveg eins hægt að líta á fangmark sitt sömu augum?

  Það er hægt að fara í einhverja rannsókn á google til þess að finna út hver væri með hvaða vefpóstfang, en það kalla ég ekki að skrifa undir nafni.

  Þegar öllu er á botninn hvolft er það hvað sagt er sem skiptir máli, ekki hver segir það.

 17. Ég verð að segja að ég fann fyrir örari hjartslætti þegar ég horfði á blaðamannafundinn á BBC (þar sem spurningar og svör á arabísku voru þýdd jafnóðum en ekki bara köttað fljótlega á útsendinguna einsog hjá RÚV). Að sjá karlinn í fyrsta myndskeiðinu var bara of gleðilegt. Þeir náðu honum á lífi, yndislegt!

  (Svo er það önnur umræða allt sem á eftir þessari handtöku fylgir…)

  Síðan kom læknir með latex hanska og skoðaði upp í hann. Hvers vegna var það sýnt? Síðan skoðaði læknirinn hann í andlitinu. Hvers vegna var það sýnt? Síðan var óvinur vors og blóma sýndur, nýrakaður en hormottan sem hann bara alla sína stjórnartíð skilin eftir. Hvers vegna? Líklegast til að sýna alheiminum að þetta væri karlinn sjálfur, það fór ekki fram hjá neinum.

  Og umheimurinn fagnaði, enda umheimurinn markaður frá Kaliforníu í vestri til Long Island í austri.

  Þessi myndbirting var niðurlægjandi.

  Mér leið einsog þegar bandaríski hermannabjálfinn hengdi bandaríska fánann á styttuna af Saddam daginn sem Bagdad var tekin.

  Þarna var ekki einn illaupplýstur fótgönguliði að flagga fánanum einsog fjallgöngugarpur á Everest, þarna var það herstjórnin sjálf sem réði því hvað fór í loftið.

  Sem þýðir:
  a) þetta var með ráðum gert eða
  b) Bandaríkjamenn læra ekki af mistökunum og það er þeirra stíll að halda á sér hita með að pissa í buxurnar!

  Ég trúi ekki að menn gera svona fyrir “mistök”. Hefðu þeir troðið Hitler í kjól hefðu þeir náð honum? Það þykir álíka niðurlæging karlmennskunnar í germanskri menningu einsog skeggsvipting í arabískri menningu (og reyndar víða þar austan við).

  Höfuðið er yfirleitt heilagt í austrænum menningum. Að sýna læknisskoðun með þessum hætti ER niðurlægjandi og að raka karlgarminn ER bæði niðurlægjandi og ósæmandi.

  Bandaríkjamönnum tókst hið ómögulega, að koma illa út úr sínum stærsta sigri í “stríðinu gegn hryðjuverkum”.

  ps. Al-Jazeera er borið fram al-djasíra, þar sem það er skrifað með “djimm” stafnum sem er borinn fram einsog “J” í ensku og “dj” í íslensku.

 18. Hvað er að fólki? Einn af hættulegri einræðisherrum síðari tíma er handsamaður og fyrstu myndir sem koma fyrir sjónir almennings eru af honum í læknisskoðun. What is the big deal?

  Að bera saman myndbyrtingar af illa leiknu líki Mussolini og unnustu, og síðan þessum sakleysislegu myndum af Hussein saman er fáránlegt.

  Ég vona að karluglan verði tekinn af lífi sem fyrst, hann á ekkert betra skilið.

Comments are closed.