Langar þig í Makka? (uppfært – búinn að selja)

Einsog allir vita eru Apple tölvur bestu tölvur í heimi. Stýrkierfið er einfaldara, fallegra og skemmtilegra en Windows og auk þess færðu aldrei vírusa, spyware eða annað óskemmtilegt drasl.

Allavegana, ég var að uppfæra yfir í nýjan iMac, sem er algjört æði, en af því leiðir að gamla tölvan mín er til sölu. Ég ætla að selja hana ódýrt og því er þetta kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja færa sig frá hinni illu hlið PC tölva yfir í Apple. Það er líka löngu sannað að við Apple notendur erum einstaklega gáfað fólk, þannig að þarna geturðu með einföldu skrefi hækkað greindarvísitölu þína umtalsvert 🙂

En án gríns, þá er ég semsagt með gömlu tölvuna mína til sölu. Þetta er þessi tölva: Power Mac G4 (n.b. ekki skjárinn á myndinn). Vélin er með 768 MB vinnsluminni, 72GB hörðum disk og Airport þráðlausu netkorti. DVD innbyggt en geisladiskabrennari er utanáliggjandi

Einnig fylgir með 17″ skjár. Allt í fínu standi, nema að lyklaborðið er orðið dálítið ljótt eftir mikla notkun. Það má þau auðveldlega hreinsa 🙂

Tilboð óskast. MSN: einarorn 77 (@) hotmail.com eða í gegnum email á einarorn (@) gmail.com

Nota bene, ég er búinn að eiga þessa tölvu í fjögur ár og hún hefur ALDREI bilað. Þetta er mikill gæðagripur, sem hefur reynst mér vel. Í stýrkierfinu fylgir m.a. frábært póstforrit og svo iLife, sem eru frábær Apple forrit, sem gera þér auðvelt að klippa til vídeómyndir eða skipuleggja digital ljósmyndir.

**Uppfært**: Búinn að selja tölvuna!