Apple & fótbolti

Ég er að prófa enn eitt meðalið við þessu spam rugli, svo látið mig vita ef þið lendið í vandræðum með að senda inn komment.

Hef allavegana ekki fengið spam í einhverja 4 klukkutíma, svo þetta veit á gott. 7-9-13


Ég er enn heima í veikindafríi. Þó ágætt að geta unnið mikilvægustu verkefnin hérna heima. Myndi ekki alveg höndla það ef að vikuverkefni myndu hlaðast upp í vinnunni, auk þess sem ég er víst að fara til útlanda á mánudag.

Eyddi morgninum í að horfa á MacWorld útsendinguna. Þar var auðvitað fullta af sniðugu fyrir okkur Apple elskendur. [Jens](http://www.jenssigurdsson.com/entry/2005/01/12/15.11.35) og [GummiJóh](http://gummijoh.net/2005/01/mac_mini_og_ipo.php) eru með ágætis úttektir á þessu. Það sem er semsagt mikilvægast er að Apple eru að gefa út 500 dollara tölvu, [Mac Mini](http://www.apple.com/macmini/), sem er kjörinn fyrir PC fólk, sem vill skipta yfir í Apple. Með þessu boxi getur fólk haldið gamla skjánum, lyklaborðinu og músinni en notað Mini Mac sem tölvu.

Auk þess er sennilega hægt að gera fullt af sniðugum hlutum við Mac Mini. Til dæmis væri hægt að nota þetta sem DVD spilara í stofuna. Tengja þetta við sjónvarp og geta þarmeð horft á DVD, hlustað á tónlist og horft á myndir af netinu.

Einnig var kynnt [iPod shuffle](http://www.apple.com/ipodshuffle/), sem er léttur iPod, sem er án skjás og tekur færri lög. Hann gæti þó hentað vel þeim, sem nota iPod í líkamsrækt, þar sem hann er einstaklega léttur og lögin skippa aldrei.

Þar sem ég á bæði iMac og iPod, þá var ég mest spenntur yfir forritunum, sem Apple kynntu. Þeir kynntu m.a. nýja útgáfu af [iLife](http://www.apple.com/ilife/) pakkanum, sem ég nota mikið. Sérstaklega nota ég [iPhoto](http://www.apple.com/ilife/iphoto/) mikið og líta breytingarnar verulega vel út. Til dæmis er hægt að höndla RAW myndir og líka er auðveldara að skipuleggja myndirnar.


Það, sem gladdi mig líka í veikindunum í dag er að [Fernando Morientes ](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/01/11/22.58.47/) er kominn til Liverpool og leikur hugsanlega með liðinu á laugardaginn gegn Man U. Mikið verður gaman að vera með markahæsta leikmann EM og markahæsta mann Meistaradeildarinnar í framlínunni á móti Man U! Get varla beðið.

One thought on “Apple & fótbolti”

  1. Það verður spennandi að sjá á hvaða verði þessi ódýra týpa verður hér heima. Álagningin á Apple vörum hefur verið fáránleg til þessa þannig að líklega verður þetta aldrei undir 80. þús. kr.

Comments are closed.