Last Fm í síðustu viku

Topp 10 listamenn á Last Fm hjá mér í síðustu viku

1. Miranda Lambert
2. Manic Street Preachers
3. Los Amigos Invisibles
4. Pharoahe Monch
5. Daft Punk
6. Maná
7. Bon Iver
8. The Arcade Fire
9. Madonna
10. LCD Soundsystem.

Hver segir svo að ég sé með einhæfan tónlistarsmekk? Bandarískt kántrí, velskt rokk, venezuelskt popp, bandarískt hip-hop, frönsk dans tónlist, mexíkóskt rokk, bandarískt popp, kanadískt rokk, bandarísktp popp og bandarísk dans tónlist.

9 thoughts on “Last Fm í síðustu viku”

 1. Sæll,
  ég ætlaði bara að fá að spyrja þig um smá leiðbeiningar þar sem þú ert veraldarvanasti gaur, sem ég þekki ekkert 🙂

  En málið er að ég ætlaði að bóka ferð til Vegas frá New York í gegnum Orbitz. Ætlaði að bóka í pakkanum gistingu á Luxor og bílaleigubíl. Allt gékk vel, þangað til í lokin þar sem þeir tilkynntu að þeir gætu ekki tekið íslenskt kreditkort. Heildar upphæðin fyrir flugið, gistingu í 11 daga og blæjubíl var 4000 dollara sem okkur fannst í raun alveg sanngjarnt.

  Síðan er ég búinn að vera í símasambandi við þá og þeir segjast því miður ekkert geta gert fyrir mig nema ég útvegi erlent kreditkort.

  Þannig að ég sé engan annan kost í stöðunni en að finna einhverjar aðrar síður sem bjóða svipaða pakka en taka íslensk kort. Ekki vill svo skemmtilega til að þú getir leiðbeint mér á einhverjar aðrar svipaðar síður? Mættir gjarnan bara commenta það hérna eða skjóta á mig pósti/msni í runaragust@hotmail.com.

  Tak 🙂

 2. Ég hef aldrei keypt mér einhverja svona pakka á þessum erlendu síðum eftir að ég kom heim frá USA. Ég reyndi einhvern tímann að kaupa á Expedia, en það gekk ekki.

  Það sem ég hef gert er að nota þessar síður til að finna flug til erfiðra staða. Ég hef svo skoðað hvaða flugfélög koma best útúr þeim samanburði og svo farið bara beint inná síður þeirra flugfélaga, sem í 99% tilfella bjóða uppá að taka við erlendum kreditkortum.

  Svo geturðu væntanlega pantað þér hótelherbergi á hotels.com.

 3. glæsilegt takk allavega fyrir þetta. Ég enda ábyggilega á að fara bara erfiðu leiðina 🙂

 4. Travelocity tekur við íslenskum kortum og buðu þeir mér lægri verð á flugum heldur en þegar ég prófaði síðu flugfélagsins. Hef samt eingöngu keypt flug þ.a. ég veit ekki hvernig þeir eru í svona heildarpökkum

 5. Rúnar, getur líka prófað Farecast eða Kayak, sem eru svipaðar og Orbitz og Travelocity og kannað hvort þeir taki við erlendum kreditkortum.

 6. TAkk fyrir allar þessar ábendingar.

  En ég fékk einmitt eina þar sem mér var tjáð að það væri nóg að skrá secondary billing address á Vísa kortið sjálft. Þá hringir maður bara uppí Valitor og í þessu tilviki skráði ég bara hótelið úti sem Secondary billing address.

  Það svínvirkaði allavega og orbitz samþykkti kortið. Sem þýðir að ég verði í vegas 2 júní og á stone temple pilots tónleikum þar þann 12 júní 🙂

  En takk fyrir mig!

 7. Til viðbótar…

  nýlega tókst mér að kaupa flugmiða hjá Expedia, það er ný reynsla því áður upplifði ég sama vandamál og þú lýsir hjá bæði Orbitz og Expedia. En það á kannski einungis við um flugmiða? Heimur batnandi fer? Annars er snilld að bæta við secondary address, vandamálið er að oft þarf þá líka að setja amerískt símanúmer í kortaprófílinn …og fyrirtækin eiga það til að hringja þá í viðkomandi símanúmer…

Comments are closed.