Létt geðveiki

Nú er ég búinn með tvö fyrstu miðsvetrarprófin, var í hagfræði í gær og svo stjórnmálafræði í dag. Þessi stjórnmálafræðitími er létt geðveiki. Ég var búinn að lesa allt efnið og vaknaði klukkan 6 í morgun, fimm tímum fyrir próf til að lesa það, sem ég hafði merkt með yfirstrikunarpenna í námsefninu. Við erum búin að lesa eitthvað fáránlegt magn og það endaði með því að fimm tímar voru ekki nóg fyrir mig til að lesa yfir glósurnar mínar. Þrátt fyrir að ég lesi mjög hratt. Og það besta er að við erum bara búin að vera í þessum tíma í fjórar vikur.

Annars var prófið svona létt Northwestern geðveiki. Prófin hérna eru nefnilega alltaf þannig gerð að maður hefur engan tíma. Ég var frægur fyrir það að vera fljótur að klára próf í framhaldsskóla og var oftast fyrstur út. Hins vegar hérna þá er maður að skrifa þangað til að kennarinn rífur blaðið frá manni. Þrátt fyrir að ég skrifi mjög hratt og MJÖG illa.

En núna er fyrsta lotan sem sagt búin og næstu próf eru ekki fyrr en eftir 5 daga.