Little Children

Það er ekki oft sem ég nenni að standa í því veseni að downloada mynd, sem er ekki komin til landsins. Oftast nær er ég ekkert sérlega spenntur yfir því að sjá nýjar bíómyndir um leið og þær koma út.

En ég gerði þó undantekningu fyrir [Little Children](https://www.eoe.is/gamalt/2005/10/21/20.16.14/) fyrir nokkrum dögum, einfaldlega af því að hún er byggð á einni af mínum uppáhaldsbókum eftir Tom Perrotta (sjá [hér](https://www.eoe.is/gamalt/2005/10/21/20.16.14/)). Allavegana, myndin er ekki eins góð og bókin en samt ein besta mynd sem ég hef séð á þessu ári. Einhvern veginn finnst mér bókin vera í minningunni fyndin og skemmtileg, þótt hún sé vissulega erfið og sorgleg á tímum. En bíómyndin nær einhvern veginn ekki skemmtilegu hlutunum við bókina.

En það verður þó að segjast að ef að Jackie Earle Haley fær ekki Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni, þá er eitthvað mikið að.

Núna eru komnir 5 dagar í röð þar sem ég hef ekki farið að sofa fyrir klukkan 3, sem er magnað þar sem ég fer vanalega að sofa á miðnætti. Í kvöld held ég að það sé lítil hætta á öðru en að ég verði sofnaður fyrir miðnætti.

Merkilegt.

Þegar ég kom heim og kveikti á Kastljósi sá ég að aðalmálið í íslensku þjóðfélagi í dag er úthlutun á einhverri einbýlishúsalóð í *Kópavogi*.

Ég er hræðilega þreyttur.

3 thoughts on “Little Children”

Comments are closed.