Luis Suarez er ekki rasisti

Íslenskir fjölmiðlar þýða bara greinar uppúr enskum fjölmiðlum og enskir fjölmiðlar hafa ekki beint fjallað málefnalega um málefni Luis Suarez, besta knattspyrnumanns Liverpool.

Suarez notaði orðið “negro” við Patrice Evra, þeldökkan leikmann Manchester United. Negro er fullkomlega eðlilegt orð í Suður-Ameríku og hefur enga tengingu við rasisma. Evra lýgur því að Suarez hafi sagt “fucking nigger” og svo að Suarez hafi sagt það 10 sinnum í sama leiknum. Hann dregur seinna í land með þær ásakanir en er samt talinn vera trúverðugt vitni og Suarez er dæmdur í 8 leikja bann og kallaður rasisti af enskum og íslenskum fjölmiðlum.

Ef einhver hefur áhuga á að lesa góðar greinar um þetta mál, þá mæli ég með eftirfarandi:

  • Media on Racism – Þetta er að mínu mati besta greinin um þetta mál og hreint ótrúlega óvandaða umfjöllun breskra fjölmiðla um málið. Ef þú lest eina grein um þetta mál, lestu þá þessa.
  • Luis Suarez – grein, sem við Kristján Atli skrifuðum á Kop.is um Suarez, þar sem ég fjalla meðal annars aðeins um notkun þessara orða í Suður-Ameríku.
  • All Spanish Speakers Are Racist – Frábær grein frá Paul Tomkins um málið.
  • KOP.is podcast – Við strákarnir á kop.is ræddum þetta mál svo í podcasti, sem var tekið upp í gær.

9 thoughts on “Luis Suarez er ekki rasisti”

  1. Ég er auðvitað alveg ósammála þér, af ýmsum ástæðum, en að reyna að halda fram að Suarez hafi notað negro vingjarnlega, því það er jú hægt í Suður-Ameríku er auðvitað út í hött. Suarez er ekkert nýkominn úr flugvélinni og á alveg að vita að hann er í Englandi og þar gilda aðrar reglur um orðbragð.

    Og það segir enginn með viti (Daily Mail fellur ekki undir þá skilgreiningu) að Suarez sé rasisti. Hann hinsvega er sakfellur fyrir að nota rasískt orðbragð til að espa upp Evra. Og áður en þú ferð út í það, þá get ég alveg að fyrra bragði samþykkt að það má alveg banna Evra fyrir að hóta ofbeldi.

  2. EÖE enn á ‘fyrst það er í lagi í Úrúgvæ er það í lagi í Englandi’ línunni.

    Sorgleg skrif hjá þér Einar.

  3. Sammála Einari. Að ætla kalla maninn rasista er algjörlega út í hött!
    Evra og Suarez eru að tala sín á milli á spænsku, og ´negro´ þýðir ekkert annað en ´svart´ á spænsku (´blancho y negro´, beinþýðist sem ´svart og hvítt´) Það er ekki vottur af rasisma í þessu orði. Ekki yrði ég brjálaður þótt ég yrði kallaður ´hvítur íslendingur´… En lykilatriðið í þessu máli er að þeira eru að tala saman á spænsku!
    En hvað var málið með að Alan Hansen þurfti að biðjast afsökunar á að hafa notað orðið ´colored players´ í MOTD á BBC??
    Þarf ekki að setja skýra línu í þessum málum, hvað má segja og hvað ekki?
    alveg hættur að botna í þessu……

  4. @Björn Friðgeir: Hvaða reglur um orðbragð ertu að vísa til?

    @Kiddi: Þú ert jafn málefnalegur og tannburstinn minn. ‘Negro’ er orð sem er notað í allri Suður- Ameríku ekki bara í Úrúgvæ. Það er notað yfir félaga eða vin. Við skulum alveg hafa það hreinu að Evra opnar á samskiptin þegar hann ávarpar Suarez á spænsku. Af hverju má Suarez þá ekki svara fyrir sig með þeim hætti sem hann gerir? Ég hef spilað fótbolta í Suður-Ameríku með strákum sem ólust upp á fótboltavöllum. Í hvert skipti sem orðaskipti áttu sér stað var ávallt notað ‘Negro’ eða ‘Blanco’ í upphafi,.. alveg eins og við notum ‘félagi’ eða ‘vinur’. Að baki liggja akkúrat engir kynþáttafordómar.

    Niðurstaða FA er akkúrat í engu samræmi við það sem fór fram á vellinum. Réttast hefði verið að áminna þá báða og gleyma þessu sem allra fyrst.

  5. Við erum að tala um kynþáttaníð af hálfu Suarez. Það er þess vegna sem allt er vitlaust yfir þessu máli.

    Það að menn kalli systur, mæður eða konur leikmanna hórur, kuntur eða hvað þeir nú gera þykir ekki jafn alvarlegt í Englandi. Það er mergur málsins.

    Kannski er það öðruvísi í Úrúgvæ?

    Suarez bara skeit á sig í þessu máli, átti að viðurkenna mistök sín strax, biðja Evra afsökunar og halda áfram. Hann verður að súpa seyðið af eigin mistökum.

    Stuðningsmenn Liverpool (sjálfur er ég stuðningsmaður Liverpool) VERÐA að hætta að leika þessi fórnarlömb alltaf hreint, það kemur klúbbnum bara illa.

    Haldiði að það sé tilviljun að nánast allir hlutlausir aðilar (hvorki stuðningsmenn Liverpool eða Man. Utd) í þessu máli tala máli Evra? Þetta samsæristal FA gegn Liverpool er svo mikið væl að það nær ekki nokkurri átt.

    Klúbburinn hefur orðið fyrir ómældum skaða.

    Sorglegt alveg hreint.

  6. “Við erum að tala um kynþáttaníð af hálfu Suarez.”

    Nei, við erum einmitt ekki að tala um það.

    “, átti að viðurkenna mistök sín strax, biðja Evra afsökunar og halda áfram”

    Átti hann þá að viðurkenna að hafa kallað Evra “niggara” oftar en tíu sinnum? Það er jú það sem hann var upphaflega ásakaður um.

    “Haldiði að það sé tilviljun að nánast allir hlutlausir aðilar … í þessu máli tala máli Evra?”

    Nei, ég held það byggist á umfjöllun fjölmiðla. Þeir hlutlausu aðilar sem ég hef rætt við um málið þekka efnisatriði þess afskaplega illa.

    Af hverju lestu ekki bloggfærslu Einars og það sem hann vísar á?

  7. en að reyna að halda fram að Suarez hafi notað negro vingjarnlega, því það er jú hægt í Suður-Ameríku er auðvitað út í hött

    Af hverju nákvæmlega? Evra segir: “Don’t Touch me” og Suarez viðurkennir að hafa sagt “por que, negro”. Það er ekki hostile. Þeir eru einsog margoft hefur verið bent á að tala saman á spænsku. Það var augljóst allan leikinn hver var æstari aðilinn alveg frá því fyrir leik.

    Þeir eru að tala saman á spænsku og Evra veit vel að negro er ekki neikvætt orð. En hann kýs að gera mál úr þessu, fyrst með ýkjum og lygum, sem hann svo dregur úr.

Comments are closed.