Mánudagsþreyta

Líf mitt í dag:

 • Ég er kominn með uppí kok af þessu drasli í íbúðinni minni. Það er ekkert á sínum stað!
 • Ég hef ekki talað um stelpur á þessari síðu í níu færslum í röð. Hér með breytist það.
 • Ég hef ekki farið á djammið tvær helgar í röð, jafnvel þótt ég hafi heyrt að ein sætasta stelpan í bænum sé aftur á lausu.
 • Mig langar í hreina íbúð, þar sem allt er í röð og reglu
 • Ég sé ekki hvernig mér á að takast að uppfylla þann draum fyrir jól
 • Mig langar fáránlega mikið að djamma um næstu helgi.
 • Það eru gellur í World Class í hádeginu!! Ég sá m.a.s. þrjár í dag! Það er nýtt met.
 • Á Hverfisbarssíðunni stendur núna: “Vorum að setja inn nýjar myndir. Sérstaklega mikið af stórglæsilegum meyjum þessa vikuna“. Með þessum texta fylgja þessar myndir. Kannski er það bara ég, en mér finnst ekkert vera neitt voðalega mikið af “stórglæsilegum meyjum” á þessum myndum! En reyndar eru þessar djammmyndir alltaf hræðilegar. En samt. Það eru sætari stelpur á Vegamótamyndunum. Hvert fara þessar stelpur þegar ég kem á Vegamót?
 • Muse eru kúl
 • Ég hata manninn, sem fann upp hraunaða málningu! Hann má brenna í helvíti fyrir þær þjáningar, sem hann hefur ollið mér við málningarvinnu í þessari íbúð!

4 thoughts on “Mánudagsþreyta”

 1. Mér finnst það alltaf jafn fyndið þegar menn fara í bæinn með svona “mission” þegar fréttist að “ein sætasta stelpan í bænum sé aftur á lausu”.

  Einar, ertu einn af þeim 😯

  ps.
  Vesenið með myndirnar á síðunni þinni virðist vera hætt í bili.

 2. Nei, ég er ekki einn af þeim. Hafðu engar áhyggjur, Ágúst. Þetta var bara sett sem smá djók til stelpunnar. Hún veit alveg um hverja er verið að tala. 🙂

Comments are closed.