6 thoughts on “Mogginn um mig”

 1. Blaðamaðurinn sem skrifaði þessa grein nær að lýsa viðtalinu mjög vel í þessum fáu línum! Finnst samt hálf hallærislegt þetta fótboltabullu orð sem blaðamenn nota óspart um alla þá sem hafa áhuga á fótbolta. Annars átt þú þetta hrós fyllilega skilið enda stóðstu þig hrikalega vel!

 2. Hérna, eru staðalmyndirnar “fótboltabulla” og “kaldur og vanur fyrirtækjamaður” ósamrýmanlegar?

  Mér sýnist á greininni að þú hafir verið góður talsmaður fótboltabullna í Kastljósinu. Vel af sér vikið!

 3. Talandi um staðalímyndir, þá er hugtakið fótboltabulla notað yfir fótboltaunnendur sem haga sér illa, eða eins og bullur. Þar sem Einar hefur ekki getið sér orðs fyrir slæma hegðun tengda knattspyrnuleikjum er hann með réttu fótboltaunnandi, ekki fótboltabulla.

  Rétt skal vera rétt. 😉

 4. Glæsilegur pistill. Þú kemur bara vel út úr honum, en Pétur hins vegar ekki. 🙂

  En já, það er rétt hjá Kristjáni Atla að fótboltabulla sé orð yfir fótboltaunnendur sem haga sér illa, og því ert þú fótboltaunnandi – ekki fótboltabulla. Lélegt hjá Mogganum.

 5. Ég fékk email frá höfundi pistilsins. Þar skýrir hann þetta mjög vel. Svo ég vitni nú beint í póstinn:

  Langaði bara að taka fram að með því að nota orðið “boltabulla” var ætlunin bara að lýsa þeirri staðalímynd sem ég átti von á að kæmi í umræðurnar. Markmið skrifanna var að lýsa því hversu niðurstaðan varð gjörólík þeim væntingum sem maður mátti hafa áður um umræðurnar hófust. Hefði ég notað orðið “fótboltaáhugamaður” þá ég ekki komið því jafn vel til skila að fyrirfram mátti ætla að þú yrðir reiði og æsti maðurinn sem brytir öll boðorð sjónvarpsrökræðna.

  Ég skildi þetta reyndar á svipaðan hátt og höfundur ætlaðist til, þannig að þetta er allt í góðu. 🙂

Comments are closed.