Movabletype og Brasilía

Nei, ég ætla ekki að fjalla frekar um Brasilíu. Sverrir svarar mér aftur og hef ég svo sem ekki miklu við það að bæta. Því lýkur hér ummfjöllun minni um Brasilíu allavegana þangað til að næsta eintak af The Economist kemur og ég get lært meira.

Hins vegar taka glöggir lesendur síðunnar kannski eftir því að ég er búinn að uppfæra Movabletype kerfið uppí útgáfu 2.5. Movabletype á einmitt eins árs afmæli þessa dagana og fjalla höfundar forritsins um viðbrögð við forritinu í ágætis pistli á MT síðunni.

Það er kannski einna skemmtilegast að nú er íslenska orðin eitt af aðalmálunum í kerfinu. Ég fæ meira að segja þakkir fyrir það. Einnig eru nokkrar fleiri breytingar í forritinu. Meðal annars er búið að bæta inn leitarvél, sem ég mun setja upp á þessari síðu innan nokkurra daga. Einnig er notkun á Trackback auðvelduð til muna.