Myndir frá Gvatemala

Ég setti inn í gærkvöldi [myndir úr Gvatemala ferðinni](https://www.eoe.is/myndir/cagvatemala05/). Satt best að segja fannst mér pínku skrýtið að setja þessar myndir inn, þar sem fullt af þeim er með Önju, sem er fyrrverandi kærasta mín. En ég ákvað að setja inn þessar myndir, svo ég geti svalað forvitni vina minna, sem vildu sjá framan í hana.

Ég hef aldrei sett inn mikið af myndum af öðrum en sjálfum mér á þessa síðu og þykir það eiginlega betra þannig. Þetta er vinsæl síða og því finnst mér það ekki við hæfi að birta mikið af myndum af öðru fólki án þess að láta það vita.

En allavegana, myndirnar frá Gvatemala eru frá Livingston, Rio Dulce og Tikal. Hægt er að [skoða allar myndirnar mínar hér](https://www.eoe.is/myndir/) og ferðasögurnar frá Gvatemala eru hér:

[Mið-Ameríkuferð 6: Garifuna](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/17/23.10.29/)
[Mið-Ameríkuferð 7: Ég og Brad Pitt](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/19/17.40.31/)
[Mið-Ameríkuferð 8: Tikal](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/24/18.56.06/)