Nei! Bush er ekki Hitler!

Ármann Jakobsson skrifar á Múrinn fína grein um dauðarefsingu, sem er án efa einn mesti smánarblettur á Bandaríkjunum. Á mínum þrem árum meðal menntaðs fólks í því landi hitti ég ekki einn mann, sem var fylgjandi dauðarefsingu, en samt virðist alltaf meirihluti allra Bandaríkjanna vera fylgjandi refsingunni, sérstaklega eftir að mikið hefur verið fjallað um glæpi í fjölmiðlum.

En auðvitað gengur Ármann fulllangt í grein sinni. Hann stenst ekki freistinguna og líkir Bandaríkjunum á tímum Bush við Þýskaland á tímum Hitler. Hann segir:

„En þetta er glæpamenn,“ sögðu allir Þjóðverjarnir sem vildu ekki trúa því versta á Hitler á sínum tíma. Nákvæmlega sama hugarfar er á bak við hugmyndir Bushdýrkenda allra landa um afslátt á mannréttindum í nafni „stríðs“.

Ég vil endilega benda Ármanni (hann er ekki með email á síðunni sinni) á grein í The Guardian, sem mér fannst mjög góð. Hún heitir: Only one Adolf Hitler. Þar hvetur greinarhöfundur blaðamenn og stjórnmálamenn til að hætta að líkja Saddam, Sharon eða Bush við Hitler; Powell við Chamberlain og svo framvegis.

Ármann segir líka:

Ekki gengur það þó betur en svo að hvergi í heiminum er önnur eins morðalda og í Bandaríkjunum

Þetta er náttúrulega rangt. Manndráp eru auðvitað mun algengari víða í heiminum en í Bandaríkjunum. Til dæmis eru mun fleiri morð framin á Jamaíka, Venezuela og í Kólumbíu. Ég er hins vegar hjartanlega sammála honum í því að þyngri refsingar hafa ekki neikvæð áhrif á glæpatíðni.

6 thoughts on “Nei! Bush er ekki Hitler!”

  1. Já, ætli það væri ekki sniðugara að herða byssulög! Ég held að þeir sem eru mest fylgjandi dauðarefsingum séu suðurríkjabúar, en er það ekki einmitt þaðan sem Bush sækri mest fylgi?

    Með Hitlerssamlíkinguna, þá held ég að það sé mjög erfitt að taka mark á grein sem líkir fólki við Hitler. Það er bara aldrei trúverðugt. Það er náttúrulega alveg satt að það eru ekki sniðugir hlutir í gangi hér í nafni stríðsreksturs, en það hlýtur að vera hægt að finna nærtækari samlíkingar, ein mjög vinsæl er McCarthy-ismi…

  2. Ég sé nú ekki að þarna sé verið að líkja Bush við Hitler. Mér virðist Ármann frekar vera að tala um að skoðanir fólks á því hverjir eigi að njóta mannréttinda séu eins selektífar núna og þær voru á fjórða áratug síðustu aldar.

    En mér fannst heldur ekkert ógurlega athugavert við það sem Hertha Däubler-Gmelin sagði um Bush og Hitler um daginn. Raunar fannst mér fyndið að nákvæmlega sömu orð áttu við um Schröder – hann var á þeim tíma að reyna að afla sér vinsælda með utanríkismálum í stað innanríkismála – alveg eins og Hitler (og Bush)…

  3. Ég er alveg sammála því að það veiti ekki af að herða örlítið byssulögin í BNA, en ég er ekki svo viss um að það slái mikið á glæpina, því þeir eru sjaldnast framdir með skráðum byssum.
    Þannig að um leið og lögin eru hert þarf að herða baráttuna gegn vopnasmygli og ólöglegum vopnum.

  4. Hæ mér datt bara svona að kíkka og fræðast smá um Hitler, þetta er allveg ágætsíða sem þú ert búinn að gera Einar ég þekki þig sko ekkert ef þú heldur það ég er aðeins 12 ára stelpu skjáta en nú verð ég að kveðja bless bless.

  5. takk takk er að gera ritgerð um Hitler.. en veit ekki alveg hva ég á að skrifa.. :laugh: :rolleyes: 🙁 :tongue: 😡 😯 :tongue: 🙂 😯 :blush: :blush: :blush: :blush: :biggrin2: :biggrin: 🙂 🙂 :rolleyes: :rolleyes: 😯 :laugh: :laugh: :tongue: 🙁 :blush: :biggrin: :rolleyes: 😉

  6. Smá hint: notaðu Google!!!! Ekki Leit.is sem leitarvél 🙂

    Með hjálp Google finnurðu allt, sem þú leitar að!! Og þetta á við alla þá, sem koma hérna í framtíðinni í leit að efni um Hitler!

Comments are closed.