Nei Hæ!

Úffffff! Ég er búinn að skipta um kerfi á þessari síðu. Ákvað í einhverju léttu flippi að skipta ekki bara um server, heldur einnig uppfærslu kerfi. Þess vegna er ég hættur í 5 ára ástarsambandi við Movable Type og núna farinn að nota WordPress. Það er eins gott að þetta virki vel.

Forgangurinn var að ná upp Liverpool blogginu, enda sú síða umtalsvert vinsælli en þetta blogg og er Liverpool bloggið nokkur veginn komið upp (það er, gamlar færslur eru komnar inn). Enn á eftir að laga útlit á báðum síðum og svo þarf ég að færa inn gamlar færslur á þessari síðu.

Þetta mun taka einhvern tíma, en ég get allavegana núna bloggað á nýjan leik. Húrra fyrir því!

6 thoughts on “Nei Hæ!”

  1. Hef sjálfur verið með MT, en WordPress er miklu miklu þægilegra. Það er auðvelt að fiffa það til, og gífurlegt úrval alls konar viðbóta fáanlegar á netinu..

  2. Til hamingju með þessi umskipti. WordPress er tær snilld. Það er fáránlegt hversu snöggur maður er að rigga upp einum vef.

  3. WordPress er MIKLU betra en Movable Type þegar þú venst því.

    Gegn spami þá virkaði Spam Karma 2 langbest hjá mér og fær ekki inn spam yfirhöfuð.

  4. Mér líst bara vel á þetta. Hef reyndar ekki komist inná síðuna heima hjá mér, þannig að ég hef haft mjög takmarkaðan tíma til að grúska í þessu almennilega.

Comments are closed.