Nokkrar myndir

Úffff, þetta eru búnir að vera erfiðir fyrstu tveir dagar á Íslandi. Allt, allt, allt of mikið stress útaf vinnu. Á svona stundum hljómar það alveg einstaklega heimskulegt að vera í tveim vinnum. Einnar vinnu stress væri alveg nóg til að gera mig hálf geðveikan akkúrat núna.

Ég á í baksi með að koma myndunum frá MIð-Ameríku í skikkanlegt lag, þannig að þangað til að það kemst í gott stand, þá ætla ég að setja hérna inn nokkrar myndir úr ferðalaginu. Ég væri alveg til í að vera kominn aftur á ströndina í Cancun í stað þess að hafa áhyggjur af vinnumálum akkúrat þessa stundina. En svona er þetta.

Smellið á myndirnar til að fá stærri útgáfu

Ég uppá Volcan Izalco eldfjallinu, El Salvador, eftir tveggja tíma göngu í um 2000 metra hæð.

Bóndakona í Perquin, El Salvador, sem vildi *endilega* að ég tæki mynd af henni, þegar ég var að rölta meðfram stígnum rétt hjá húsinu hennar.

Ég hjá lítilli á rétt hjá smábænum Perquin, El Salvador, við landamæri Hondúras.

Tikal, Maya rústirnar í Gvatemala

Ég á ströndinni í Cancun

12 thoughts on “Nokkrar myndir”

  1. Vá! Þessi strönd lítur ekkert smávegis girnilega út (er líka að deyja úr vinnustressi!). Flott mynd… og hinar líka, en þessi sérstaklega.

  2. Vá flottar myndir! Aettir ad saekja um hja National Geographic…
    Thott ad bondakonan hefur oerugglega haft thad erfitt i lifinu, tha litur hun samt ut eins og ad hun se hamingjusoem… Vid verstraent folk gaetum oerugglega laert sumt af henni… :blush:

  3. Jamm, hún var síbrosandi og *ýkt* stolt af húsinu sínu og öðru húsi, sem var hinum megin við stíginn. Þetta var á nokkuð afskekktum stað, svo líklega hafði hún ekki séð marga túrista þarna.

    Og já, ströndin í Cancun er ansi mögnuð. 🙂

  4. Mér þykir reyndar myndin af þér upp á eldfjallinu best af þessum. Það er eitthvað við hana, veit ekki hvort er meira heillandi, örþreyttur Einarinn eða brjálað útsýnið á bak við hann.

    Hlakka til að sjá fleiri myndir, ef ekki til annars en bara að öfunda þig aðeins meira. 😉

  5. Já fínar myndir, eflaust verið frábær ferð…. Finnst samt grunsamlegt hvað gamla konan er í hreinum og fínum fötum miðað við umhverfið og aðstæður … spurning hvort hún hafi ekki átt villu eh staðar handan við hæðina 😉

  6. Maður fær náttúrulega BARA í magann við að sjá myndir frá stöðum sem að maður hefur verið á. Æðisleg síða og gaman að lesa sögurnar þínar og skoða myndirnar 🙂

  7. mmm mig langar á þessa ströng og á þessar slóðir. Verður gaman að sjá jafnvel fleiri myndir 🙂

Comments are closed.