Nýjir tímar

Ég er byrjaður í skólanum aftur og líst mér bara ágætlega á hagfræðitímana tvo, sem ég var í í dag, international trade og corporate finance theory. Þó mér til mikillar skelfingar komst ég að því að ég er í tveim tímum með mest óþolandi gaur í heimi. Þessi strákur var með mér í strærðfræði og tekst það sjaldgæfa afrek að fara í taugarnar í mér á hverjum degi.

Annars er ég með einn bandarískan prófessor, einn rúmena, einn þjóðverja og svo er hagfræðitími í annað skipti í röð kenndur af kínverskri konu. Ég er byrjaður að kaupa bækur og er nánast engin bók undir 95 dollurum, sem er um 8000 kall. Ég veit ekki hvernig þetta er heima, en mér finnst þetta helvíti mikið.