Nýtt útlit

Ég held að ég geti óhræddur haldið því fram að ég er mjög íhaldssamur þegar að kemur að útliti þessarar síðu. Ég hef haldið úti bloggsíðu í yfir 7 ár, en aðeins breytt um útlitið 4-5 sinnum.

Fyrir nokkru færði ég mig frá MovableType yfir í WordPress. Ég reyndi að kópera gamla útlitið og fylla inn WordPress eiginleikana í það skjal. Það gekk hins vegar afleitlega og margir hlutir hafa ekki virkað.

Ég ákvað því að henda alveg gamla útlitinu, finna útlit sem ég fílaði og breyta því aðeins til að gera það að mínu. Ég fann þetta útlit, breytti litaþemanu, myndum og einhverju fleiru og er orðinn verulega sáttur við þetta nýja útlit. Til að breyta CSS skránni notaði ég þetta ótrúlega æðislega forrit.  Ég get varla lýst því hvað þetta forrit er mikil snilld.

En allavegana, endilega látið mig vita hvernig þetta lítur út og hvort að eitthvað sé í ólagi. Ég mun sennilega halda áfram að laga þetta eitthvað til, en ég held að þetta sé voðalega flott fyrir nýtt ár.

10 thoughts on “Nýtt útlit”

  1. Þetta eru að sjálfsögðu mikil tíðindi fyrir bloggheiminn :p Breytingin er flott, örugg, stílhrein og minnir á gamla útlitið. Mér þykir hins vegar miklu skemmtilegra að bylta útlitinu á blogginu mínu 🙂

  2. Næs!

    Þú mátt eiga það að þú ert í hópi betri manna með þessi mál. Þetta er að ég held fjórða útlitið sem ég sé á síðunni hjá þér en þér hefur alltaf, þrátt fyrir yfirhalningar, tekist að halda því sem einkennir útlitið hjá þér. Hvítt textasvæði, þessi blái bakgrunnur, myndin á toppnum alltaf mjög einkennandi. Mjög vel gert. Þetta kemur vel út.

    Til hamingju með þetta. Ef þú ert í enn meira stuði til að fikta máttu alveg ráðast á kop.is líka. 🙂

  3. Takk takk.

    Kristján, þetta er á listnaum mínum. Guði sé lof fyrir CSS Edit þá tekur þetta bara 2 mín. Og Ari, það var tilgangurinn að þetta væri líkt fyrra útliti. Munurinn er að núna virkar útlitið 100%, það er allar archive, leitar síður og svo framvegis virkar alveg einsog þær eiga að gera.

    Og Kristján, ég er alveg uppgefinn eftir þetta, þannig að kop verður að bíða. Mér finnst hún líka frábær núna. 🙂

Comments are closed.