Ó, ég er svo latur

Ég er ekki þunnur, en samt er ég of latur til að gera eitthvað af viti. Er að reyna að sannfæra mig um að ef ég geri eitthvað af viti, þá taki þynnka sig upp, þannig að best sé að liggja í leti. Það gengur ekkert alltof vel.

Fór á skemmtilegt djamm með skemmtilegu fólki í gær. Hitti netkærustuna mína, Katrínu.is þegar ég var að kaupa biðraðarbjór á GrandRokk (vorum í biðröð á Hverfis, sem leit ekki vel út, svo ég stökk og keypti bjór to go). Allavegana, gat ég lítið talað við hana, þar sem að vinir hennar virtust ekkert hafa sérstaklega mikinn áhuga á því að hanga þarna lengi. Hún hélt því líka fram að hún myndi ekki komast inná Hverfis, sem mér fannst nú hæpin afsökun 🙂

Anyhooo, þetta var gaman, þrátt fyrir að ég sé farinn að hafa efasemdir um Hverfisbarinn. Er ekki alveg að höndla þetta tónlistarval inná staðnum. Fyrir menn einsog mig, sem fara þarna mjög oft, þá er það orðið frekar þreytandi að heyra sum lög, sérstaklega öll íslensku klisjulögin. Er einhver með tillögu að nýjum uppáhaldsstað?

10 thoughts on “Ó, ég er svo latur”

  1. Í tæpt ár eða svo hef ég verið verulega skeptískur á Hverfis og ekki fílað hann. En maður endar alltaf þar af því það eru svo margir aðrir sem enda þar og samt eru þeir flestir líka álíka skeptískir og maður sjálfur. Það eru amk fleiri en þú sem eru að bíða eftir nýjum uppáhaldsstað.

  2. Jamm, þetta er erfitt ástand. Annars, þá voru tvær sætar stelpur inná Grandrokk þegar ég keypti bjórinn þar. Kannski maður ætti að byrja að sækja þann stað? 🙂

  3. Grand rokk er eðal staður því þar er spiluð virkilega góð tónlist og hægt að fá mjög góðan bjór sem heitir Jever og er þýskur. En er ekki viss um að þar séu margar sætar stelpur 🙂

  4. Æ, sorrí Katrín. Náttúrulega glatað að minnast ekki á þig. En þú vildir ekki koma með á Hverfis, sem er alveg glatað 🙂

    Og jamm, Soffía, ég held að það séu ekki margar sætar stelpur þarna á Grandrokk, enda sýndist mér kallarnir á barnum ekki beint vera crème de la crème af íslenskum karlmönnum. Flestir búnir að fá sér aðeins of mörg vodkaglös. 🙂

  5. Nei nei, bara góðum stað með góða tónlist og skemmtilegt fólk. Hverfisbarinn uppfyllir flest þau skilyrði, en ég er bara kominn með leið á því að heyra “Sísí Fríkar Úti”. :confused:

  6. Sko. Ég er alveg sammála. Það vantar inhvern stað…Sólon er alveg að deyja, Pravda ekki að gera sig og Gaukurinn kapút…hvers á maður að gjalda??????

Comments are closed.