Ó internet!

Ó, internet! Ó internet, hversu mikið hef ég saknað þín!

Fimm heilir dagar án heima-net-tengingar eru einfaldlega meira en ég get þolað án þess að fara á taugum. Hvernig á ég að geta lifað án þess að skoða tölvupóstinn minn 15 sinnum á dag? Hvernig á ég að hlusta á útvarp? Missti ég ekki af einhverju ótrúlega spennandi á bloggsíðum landsins?

Það tók verulega á að vera netlaus svona lengi, en þökk sé Hive þá er ég núna kominn með nýja og fína net-tengingu, sem hagar sér vonandi betur en gamla Landssímatengingin mín. Því miður er ég búinn að gleyma öllum þeim ódauðlegu bloggpistlum, sem ég var búinn að semja á þessum tíma.

Já, og Jensi segir allt sem segja þarf um þetta [blessaða prófkjör á laugardaginn](http://www.jenssigurdsson.com/2006/11/13/lundarfar-damiens). Hvað var fólk að meina með því að setja Kristrúnu ekki ofar? Hvurslags eiginlega?

>Þessi flokkur gæti verið svo miklu miklu meira. Hvaða rugl er þetta? Hafna framtíðarleiðtoga jafnaðarmanna og einhverjum frambærilegasta stjórnmálamanni sem hefur komið fram vinstra megin við miðju í langan tíma?

>…

>Formenn eru felldir á landsfundum, ekki í prófkjöri rétt fyrir einhverjar mikilvægustu þingkosningar í sögu þjóðarinnar.

>Hættið þessari vitleysu.

>Fylkið nú liði að baki formanni og varaformanni. Hættið þessum innanflokkskítingi og fellið helvítis ríkisstjórnina.

Og hvað er málið með þetta “hun hedder Anna” lag? Er þetta eitthvað djók sem ég er ekki að fatta af því að ég er búinn að vera svona lengi í Asíu?

3 thoughts on “Ó internet!”

  1. Lilja, ég sem hélt að mér hefði tekist að bæta tónlistarsmekkinn þinn svo mikið. Úr James Blunt yfir í Dylan. Og svo kemur þetta komment! 🙂

Comments are closed.