Össur í borgina

Úr [Silfri Egils](http://www.visir.is/?PageID=539&NewsID=50654)

>Annar sem gæti komið til greina er Össur Skarphéðinsson. Hann er náttúrlega fyrsti þingmaður norðurkjördæmisins í Reykjavík – gamall borgarfulltrúi sem tókst á við Davíð í borgarstjórninni í eina tíð. Það er altént víst að borgarstjórakeðjan myndi sitja vel á Össuri – og svo hefur hann glaðbeitt og vinalegt fas sem minnir nokkuð á þann ágæta bæjarstjóra Bastían í fyrirmyndarsamfélaginu Kardimommubænum.

Væri þetta ekki snilld? Í alvörunni? Ef það yrði farið í prófkjör og [Össur](httP://ossur.hexia.net) væri í framboði, þá myndi hann pottþétt vinna. Ég held að R-listinn muni tapa kosningunum með Steinunni eða Stefán Jón sem borgarstjóraefni. En með Össur í þessu sæti, þá er ég sannfærður um að R-listinn myndi vinna. Yrði ekki gaman að hafa Össur sem borgarstjóra? Ég held það. Hann myndi án efa lífga uppá pólitíkina í borginni.

Össur í borgarstjórann. Hefjum herferðina *núna*!

7 thoughts on “Össur í borgina”

  1. Hvað með Gísla Martein? Hann yrði betri held ég.
    Ætli hláturinn myndi ekki bergmála um ganga ráðhússins og gömlu konurnar á símanum yrðu í skuggalega góðu skapi alltaf.

  2. Gísli Marteinn betri? Ha? Neibbs, held ekki. Ég held að Össur yrði umtalsvert skemmtilegri. Hann gæti verið einsog Davíð þegar hann var uppá sitt besta.

  3. Nú er ég hjartanlega sammála þér Einar Örn. Ekki að ég hafi ekki verið það fyrr. Skil ekki að enginn hafi bent á þetta fyrr :rolleyes:

  4. Þó ég sé sammála því að Össur sé ágætis pólitíkus, þá veit ég ekki hversu sterkt það væri að tefla honum fram sem borgarstjóraefni. Ég fæ oft á tilfinninguna að hann sé með hálfgerðan “lúser” stimpil á sér hjá neutrals (ef þeir eru til) og stuðningsmönnum hinna aðildarflokka R-listans. Hann er líka frekar ólíklegur til að taka fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, eða finnst fólki það ekki?

  5. Fyrir það fyrsta, þá eru hlutlausir ekki til. Ef þeir eru til, þá vil ég endilega fá að hitta þá.

    En varðandi þennan “lúser” stimpil, þá er ég ekki sammála því. Málið er einfaldlega að hann myndi vinna prófkjörið auðveldlega og þar fengi hann þann meðbyr, sem hann þyrfti til að vinna borgina.

    Hann er kannski ekki líklegur til að taka mikið af fylgi frá hörðum Sjálfstæðismönnum. Eeeen, hann myndi ná fólki einsog mér. Fólki, sem er þarna einhvers staðar inná miðjunni og hefur kosið R-listann, en er komið með algjöra leið á listanum. Fólki, sem vill sjá eitthvað nýtt inní borgarstjórnina.

  6. Afhverju var enginn búinn að minnast á þetta fyrr???
    Össur er kanski ekki vinsælasti stjórnmálamaður í heimi (ef hægt er að tala um vinsæla stjórnmálamenn…) en hann er foringi sem myndi koma með ferskur inn í borgina…
    og ekki veitir af eins og staðan er í dag…
    hvar skráir maður sig svo í herferðina??? 🙂

  7. 1) Hvað myndi hann hafa fram að færa í borgarmálum annað en nokkra fimmaurabrandara og góðlátlegt fas? Fyrir hvað stendur hann? Veit ekki betur en að Össur sé ötull talsmaður flugvallarins í vatnsmýrinni t.d. Er það það sem þið viljið?

Comments are closed.