Is it true that Iceland is green and Greenland ice?

grandcanyon.jpg

Kominn heim.

Tekinn í tollinum. Kræst!
Framsóknarmaður orðinn forsætisráðherra. Krææst!
Jón Steinar í fréttunum. Krææææææst!

Damien Rice á morgun. Jeeeeesssss!!

Þegar ég kom heim var íbúðin mín tandurhrein! Ég veit ekki hver gerði þetta, en mig grunar mömmu um verknaðinn. Hún ætlaði víst að kíkja í íbúðina mína til að sjá hvort “allt væri í lagi”. Á ég bestu mömmu í heimi? Jammmm, pottþétt.

Myndin er af mér við Grand Canyon. Ég tók víst 410 myndir í ferðinni og því mun það taka einhvern tíma að setja þær bestu inná þessa síðu.

Meira síðar…

Bandaríkjaferð 9: Almost over

Er kominn til Brooklyn, NY. Gisti hja Ryan, fyrrverandi herbergisfelaga minum og Kate kaerustu hans, sem bjo i sama dormi og eg i haskola.

Er buinn ad taka thvi frekar rolega her i Brooklyn. Gisti fyrstu nottina a vidbjodslegasta hoteli i heimi a Manhattan. Bjost fastlega vid thvi ad finna dauda horu i sturtuklefanum.

Sidan tha hef eg eytt tima minum i Brooklyn, sem er aedislegt hverfi, a labbi med Ryan og Kate. Forum a helviti skemmtilegt pobbarolt i gaer og svo horfdum eg og Ryan a fokking Yankees vinna Boston Red Sox. Ja, og svo bordadi eg besta mexikoska mat, sem eg hef bordad sidan eg bjo i Mexiko. Nammi fokking namm!

A enn eftir ad skrifa um Las Vegas og San Fransisco, sem verdur ad bida betri tima. A thridjudaginn a eg flug heim fra Baltimore.

[Ja, og svo er thad Liverpool – Man Vidbjodur a morgun](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/09/20/00.57.44/) 🙂

*Skrifad i Brooklyn, New York klukkan 19.13*

Bandaríkjaferð 8: Grand Canyon og Sedona

Héðan úr höfuðborg vinstri manna í Bandaríkjunum, San Fransisco, er allt gott að frétta. Ég fæ að gista hjá kærasta Grace, vinkonu minnar. Þau eru vinstri sinnaðasta par í heimi. Bæði “vegan” (ekki bara grænmetisætur, heldur borða þau engar vörur, sem nota dýr – mjólk, egg, os.frv.), leigja saman í kommúnu, mótmæla ranglæti í heiminum einu sinni í viku og hjóla í vinnuna. Yndislegt par.

En ég ætla að bíða með San Fransisco sögur aðeins. Ætla að rifja upp síðustu viku.


Semsagt, þá skrifaði ég síðast almenilega frá Flagstaff í Arizona. Þar eyddi ég þrem heilum dögum. Á þeim fyrsta fór ég með 6 krökkum af gistiheimilinu í ferð um [Grand Canyon](http://www.nps.gov/grca/). Við skoðuðum gilið frá Suður-brúninni og löbbuðum mestallan daginn um stíga niðrí gljúfrinu.

Ég á bágt með að lýsa reynslunni, sennilega munu myndirnar gera það betur. En þetta er sú almagnaðasta náttúrufegurð, sem ég hef á ævinni séð. Það var stórfengleg sjón að sjá þetta í fyrsta skipti og gönguferðirnar okkar gerðu það að verkum að við sáum staði, sem fáir sjá (vegna þess hversu erfið gangan eftir stígnum, sem við fórum niður, er).


Annan daginn í Flagstaff gerði ég lítið merkilegt nema að kíkja í búðir, en á þeim þriðja fór ég í túr til [Sedona](http://www.sedona.net/index.cfm?go=Photos), sem er bær skammt frá Flagstaff. Þar í kring er fullt af ótrúlega mögnuðum fjöllum og skógum. Við eyddum mestöllum deginum á labbi um náttúruna. Hápunkturinn var þriggja tíma gönguferð uppað [Cathedral Rock](http://www.wildnatureimages.com/Sedona%204.htm) þar sem við borðuðum hádegismat (við löbbuðum uppað gatinu á milli toppanna tveggja, sem sjást þá [þessari mynd](http://www.wildnatureimages.com/images%202/040206-002..jpg)). Við enduðum svo daginn á sundsprett í á nálægt fjallinu.

Einsog áður sagði, þá munu myndirnar lýsa þessu mun betur en ég get gert núna. Frá Flagstaff fór ég síðan síðsta föstudag með rútu til Las Vegas.

Já, og svo er þetta verulega fyndið: [The Borat Doctrine](http://www.newyorker.com/talk/content/?040920ta_talk_radosh)

*Skrifað í San Fransisco klukkan 17:44*

**Uppfært**: Hérna eru [myndirnar frá Grand Canyon og Sedona](https://www.eoe.is/gamalt/2004/10/11/18.57.37/)

Bandaríkjaferð 7: Enginn tími

Grand Canyon: Ótrúlegt!
Las Vegas: ÆÐI ÆÐI ÆÐI ÆÐI ÆÐI

Er núna í Los Angeles og er í tölvu heima hjá Grace vinkonu minni.

Hef ekki tíma til að skrifa. Ætlum að skoða Hollywood á morgun og annað kvöld ætlum við að keyra upp til San Fransisco. Ég skrifa meira um Vegas, L.A. og Arizona þegar ég hef betri tíma.

*Skrifað í Los Angeles, Kaliforníu kl. 23:43*

Bandaríkjaferð 6: "Okkar kynslóð á Dylan, ykkar ekki neitt!"

*(Kominn á betri tölvu, þannig að ég held áfram á því, sem ég byrjaði á [í gær](https://www.eoe.is/gamalt/2004/09/06/03.12.20/))*

Fullkomið!

Það er eina orðið, sem getur lýst tónleikunum á laugardaginn. 30 stiga hiti og sól á baseball leikvangi í Kansas. 15.000 aðdáendur á tónleikum, sem löngu var uppselt á. Og tveir snillingar, Bob Dylan og Willie Nelson í banastuði. Þvílík og önnur eins snilld! Ég fór á þessa tónleika sem Bob Dylan aðdáandi og fór heim af þeim, sem ennþá meiri Dylan aðdáandi og auk þess mikill Willie Nelson aðdáandi.

Willie kom fyrstur á svið með 7 manna sveit og bandaríska fánann í bakgrunni (sem var svo skipt út fyrir ríkisfána Texas eftir nokkur lög). Willie var æði. ÆÐI! Hann sýnir okkur öllum að kántrí er ekki bara rusl. Kallinn er 71 árs gamall, en samt var hann brosandi allan tímann og söng og spilaði einsog engill öll sín frægustu lög. Allt frá “On the Road Again”, “Bobby McGee”, “Beer for my horses” og svo stórkostlega útgáfu af “Always on my mind”. Þvílíkur snillingur!

Dylan kom svo á svið með 4 manna hljómsveit og hann var frábær. Magnaður! Stórkostlegur! Tónleikarnir voru mjög rokkaðir og hljómsveitin tók fullan þátt í öllum lögunum. Hann fór listilega í gegnum nokkur [frábær lög](http://bobdylan.com/live/summer2004setlists.html#20040904). Byrjaði á “Maggie’s Farm”, tók svo “Stuck inside of Mobile”, Highway 61″, “Trying to get to heaven” og fullt af fleiri lögum. Hann endaði svo auðvitað á “Like a Rolling Stone” og Hendrix-legri útgáfu af “All along the watchtower”. Auðvitað sleppti hann fullt af lögum, sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér, en maðurinn hefur líka samið svo endalaust mikið af lögum að það var varla við öðru að búast. Ég hefði ekki slegið hendinni á móti því að fá nokkur róleg lög, einsog Forever Young, Simple Twist of Fate og fleiri. En allt, sem hann spilaði var snilld.

Dylan og Willie komu svo saman á svið og sungu saman “Heartland”, sem var algjörlega ógleymanlegt. Ef þetta eru ekki bestu tónleikar, sem ég hef farið á, þá eru þeir allavegana helvíti nálægt því.

Eftir tónleikana lenti ég svo með [Luke Wilson](http://www.imdb.com/name/nm0005561/) í leigubíl! Málið var að það voru engir leigubílar á tónleikasvæðinu, þannig að ég plataði leigubílstjóra, sem var að bíða eftir tveim strákum, til að taka mig með líka. Svo þegar strákarnir komu, þá voru það Luke Wilson og vinur hans, sem höfðu komið frá L.A. gagngert til að horfa á tónleikana. Við spjölluðum aðeins um tónleikana og voru þeir álíka hrifnir og ég.

*How does it feeeeeeel*

p.s. Já, og titillinn er kvót í pabba vinar míns, sem sagði þessu fleygu orð á góðri stund. Það er eiginlega honum að þakka að ég varð svona forvitinn yfir Dylan til að byrja með 🙂


Einhvern veginn fannst mér tilhugsunin við 22 tíma lestarferð ekki vera svo galin. Ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa, en þó var þessi 24 tíma lestarferð frá Kansas til Flagstaff í Arizona alls ekki svo slæm. Þetta er þó langt frá metinu mínu, sem er 30 tímar í rútu í Chile.

Ferðin var bara nokkuð fín. Ég svaf í gegnum Kansas en eyddi tímanum mínum í útsýnisvagninum í gegnum Colorado, Nýju Mexíkó og Arizona. Við fórum í gegnum Indjána byggðir, stoppuðum í Albaquerque og sáum mikið af mögnuðu landslagi. 24 tímar var þó fullmikið, sérstaklega þar sem mér tókst herfilega illa að sofna við hliðiná sveittri og leiðinlegri kellingu, sem leit alltaf á mig með illu augnaráði.

Núna er ég kominn til Flagstaff í Arizona og er á mjög fínu gistiheimili í herbergi með 4 strákum frá Englandi. Ætla að eyða næstu dögum í Grand Canyon og nágrenni.


Auk tónleikanna gerði ég lítið af viti í Kansas. Labbaði um, skoðaði gosbrunna (sem borgin er víst fræg fyrir) og las [bók](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/0805073396/qid=1094536009/sr=8-1/ref=sr_8_xs_ap_i1_xgl14/103-3882271-9826214?v=glance&s=books&n=507846), sem ég ætla að skrifa um síðar.

Síðustu klukkutímarnir í Chicago voru erfiðir, mjög erfiðir. Fannst ég þurf að klára ákveðin mál, sem ég hafði kannski ekki klárað nógu vel áður. En ég tala af reynslu þegar ég segi að það er auðveldara að vera særður heldur en að særa þá, sem manni þykir vænt um. Allavegana voru síðustu tímarnir með þeim erfiðari, sem ég hef upplifað á ævinni. En svona er þetta…

*Skrifað í Flagstaff, Arizona klukkan 22:42*

Bandarikjaferd 5: Lestarstod i Kansas

Fullkomid.

Thad er eina ordid, sem getur lyst tonleikunum i gaer! Willie Nelson og Bob Dylan voru storkostlegir!!!

Eg er staddur a Union Station lestarstodinni i Kansas og er ad pikka thetta a faranlegasta lyklabord i heimi, thannig ad thetta verdur stutt.

Uti er thrumuvedur, ad sogn einhverjir angar af fellibylnum sem fer yfir Florida. Allavegana lenti eg i faranlegustu rigningu allra tima a leidinni hingad og er enn rennblautur. Framundan er 22 tima lestarferd i gegnum Kansas, Colorado, Nyju Mexiko og Arizona allt til Flagstaff i Arizona, stutt fra Grand Canyon, thar sem eg aetla ad eyda naestu 4 dogum.

Bandaríkjaferð 4: Strandblak og pólitík

Einn dagur eftir í Chicago og svo á ég flug til Kansas á morgun, þar sem ég ætla að sjá Bob Dylan spila.

Ég er orðinn aumur í löppunum af labbi undanfarinna daga. Hef verið með Dan og Katie á labbi um borgina. Tvo síðustu daga hef ég labbað alveg í gegnum Millenium Park, í gegnum miðborgina og hálfan Lincoln Park. Var á ströndinni í dag, þar sem ég fylgdist með [professional strandblaki](http://avp.com/event/gameday.jsp?id=76) og naut sólarinnar.

Fór í partí í gær ásamt 25 fyrrum Northwestern nemendum, þar sem við horfðum á [fyrsta háskóla-fótbolta-leikinn á þessu tímabili](http://sports.espn.go.com/ncf/recap?gameId=242462628). Leikurinn var algjör snilld og partíið líka. Nóg af grillmat og bjór og frábær stemning.

Semsagt Kansas á morgun og þaðan á ég pantað lestarfar til Flagstaff í Arizona, sem er í klukkutíma fjarlægð frá Grand Canyon.


Þegar ég hef haft tíma og ekki nennt að gera neitt sérstakt hef ég kveikt á fréttastöðunum hérna og einnig lesið blöðin til að fylgjast með bandarísku kosningunum, enda er mér annt um framtíð þessa lands og ég er gríðarlega mikill áhugamaður um bandarísk stjórnmál.

Ef marka má umfjöllun um frambjóðendurna tvo af Fox fréttastöðinni, þá er John Kerry Anti-Kristur endurfæddur, sem getur ekki ákveðið sig hvorum megin hann fer fram úr á morgnana, laug öllu um stríðið í Víetnam og mun leiða þetta land til glötunnar. Hann á að biðjast afsökunar á því að hafa bent á stríðsglæpi, sem Bandaríkjamenn frömdu í Víetnam og menn rífast um það hvort blætt hafi úr sárum sem hann fékk af sprengjubroti. Þetta á meðan að Bush var að fljúga flugvélum í Texas.

Á hinn veginn er George W. Bush hetja og eina von þessarar þjóðar. Hann er gríðarlega sterkur leiðtogi og sá eini, sem getur leitt Bandaríkin áfram í stríði, sem þetta land getur ekki unnið (1984 einhver?). Við þurfum á honum að halda sem aldrei fyrr því hann hefur prívat og persónulega komið í veg fyrir fullt af árásum. Það er honum að þakka að Írakar lentu í þriðja sæti í fótbolta Ólympíuleikunum og hann er eina von fyrir frelsi og lýðræði í þessum heimi.

Ég þori að veðja 10.000 kalli við hvern sem er að Bush vinni þessar kosningar. Einhvern veginn mun þessum andskotum takast að eyðileggja orðspor John Kerry nógu mikið. Við skulum ekki gleyma því að þetta eru sömu menn og sögðu í baráttunni við John McCain að hann væri óstyrkur eftir dvöl sína í fangabúðum og að hann ætti svart barn. Fyrir þessum mönnum er ekkert heilagt.

Það er í raun fáránlegt að horfa á þessa umfjöllun um kosningarnar hérna. Ég hef horft á umtalsvert af umfjölluninni með vinum mínum og þau eru ávallt jafn hissa á þessu rugli. Hvernig geta menn, án þess að brosa, haldið því fram að ræða Schwartzenegger á flokksþinginu hafi verið snilld? Hvernig? Fólk er algjörlega búið að tapa sér.

Guð hjálpi Bandaríkjunum ef að Bush heldur áfram. Það er FULLT af fólki (allir vinir mínir t.a.m.) sem gera sér grein fyrir því hversu hroðalegur forseti Bush er. Það er hins vegar ekki fræðilegur möguleiki á að snúa stuðningsmönnum Bush.

Það er engin leið að koma þeim í skilning um að efnahagsaðgerðir hans séu byggðar á hagfræði, sem enginn hagfræðingur trúir á og að þessi eilífu stríð hans muni minnka öryggi borgaranna fremur en að auka það. Fyrir þeim er hann gjörsamlega óskeikull. Traust þeirra á Bush er eins nálægt trúarbrögðum og hægt er að komast.

Það er skuggalegt að fylgjast með þessu öllu saman…

*Skrifað í Chicago kl 18.46*

Bandaríkjaferð 3: Chicago, annar hluti

Síðustu dagar í Chicago hafa verið góðir. Mjög góðir.

Ég er búinn að hitta fullt af gömlum vinum, búinn að djamma fullt, drekka fullt af Bud Light og fara á þrjá baseball leiki með Chicago Cubs. Cubs ösnuðust þó til að tapa tveim af leikjunum. Djöfull og fokking dauði. Fyrstu tveir leikirnir voru í 100 gráðu hita, en á sunnudaginn þegar ég fór með þremur vinum mínum, þá var allt í einu 15 stiga frost, sem var svo sem allt í lagi fyrir utan þá staðreynd að ég var á stuttbuxum á leiknum. Mér hefur sjaldan verið jafn kalt. Allavegana, þá jafnast fátt við að eyða deginum á Wrigley Field. Því miður hef ég þó ekki tækifæri á að sjá fleiri leiki með liðinu, nema þá í sjónvarpinu.


Fór semsagt einnig tvisvar á djammið. Á föstudaginn fór ég í partí með Elizabeth og Katie vinkonum mínum (Katie er einnig mín fyrrverandi) og Dan. Partíið var haldið í húsi hér nálægt og gvöð minn góður hvað þetta var fáránlega mikið flashback aftur í háskóla. Þetta var haldið í stóru, nærri tómu húsi, í eldhúsinu var tunna af bjór og alls kyns aðrar áfengistegundir. Svo voru allir í keppni um að vera í sem mest casual fötum og allir urðu yndislega fullir. Þetta var svo nákvæmlega einsog háskólapartí að það var ekki fyndið.

Vinir mínir hérna í Bandaríkjunum eru á allt öðru plani en vinir mínir heima. Vinirnir hérna hafa eiginlega breyst alveg fáránlega lítið frá því í háskóla. Þeim er nokk sama í hvernig íbúðum þeir búa, aðalmálið er að íbúðirnar séu nálægt fulltaf börum, sem allir stunda af krafti. Það er eiginlega einsog það eina, sem hafi breyst sé að allir eru í vinnu núna en ekki í skóla og eigi því meiri pening til að fara útað djamma. Þetta er verulega ólíkt ástandinu á Íslandi. 🙂

Allavegana þetta partí var svo fyndið, með fulltaf drykkjuleikjum, blindfullum gestgjafa og fólki drekkandi bjór úr “[beer funnel](http://www.angelfire.com/fl/beerfunnels/beerfunnels.html)”. Ljómandi hressandi alveg hreint. Ég skemmti mér allavegana konunglega, sem segir sennilega meira um mitt þroskastig en mörg orð. Úr partíinu fórum við á pöbbarölt í grenjandi rigningu. Enduðum inná einhverjum mótorhjólabar í “Meatpacking” hverfinu, þar sem þrjú hundruð svartklæddir gaurar voru að slamma við Marilyn Manson. Ekki alveg mitt krád.


Anyhow, fór líka á djammið á laugardaginn með Katie, Dan og kærustu hans. Kíktum á tvo góða bari og svo á einhvern tónleikastað þar sem hugsanlega lélegasta hljómsveit allra tíma var að spila. Bandið samanstóð af þremur síðhærðum gaurum, sem spiluðu fáránlega hávært gítarrokk og svo feitri stelpu, sem öskraði yfir gítaróhljóðin. Við fengum okkur þó öll Long Island Ice Tea, sem fékk okkur til að gleyma tónlistinni.

Á sunnudag fór ég svo með vinum niður í Grant Park, þar sem var í gangi Latin tónlistar hátíð. Þar var Mariachi band að spila alveg yndislega hallærisleg mexíkósk lög. Það var algjört æði, en ég hef samt takmarkað þol fyrir Mariachi tónlist og því fórum við yfir í Millenium Park, sem er nýr og flottur almenningsgarður hér í borginni.


Síðustu tvo daga hef ég tekið hlutunum rólega á daginn enda allir mínir vinir í vinnunni. Hef eytt dögunum í verslunum á Michicagn Avenue og þar í kring. Fór einnig uppí [John Hancock útsýnisturninn](http://www.hancock-observatory.com/). Þaðan er frábært útsýni yfir alla borgina, þar á meðal næst hæstu byggingu í heimi, [Sears Tower](http://www.emporis.com/en/wm/bu/?id=117064). Ég hef áður farið uppí Sears Tower og ákvað því að fara uppí Hancock bygginguna, sem er sú [15. hæsta](http://www.emporis.com/en/wm/bu/?id=116876) í heimi og skoða útsýnið þaðan. Asnaðist þó til að gleyma myndavélinni minni.

Allavegana, hef svo sem ekki frá miklu að segja. Er ennþá hálf brjálaður yfir því að Dan hafi unnið mig þrisvar í röð í [MLB Baseball](http://www.easports.com/games/mvp2004/home.jsp). Síðustu tveir leikirnir voru sérstaklega sársaukafullir, enda hafði ég verið að spila alveg listilega vel þangað til í síðustu lotunni. Á morgun ætla ég að kíkja upp til Evanston og labba um gömlu [háskólalóðina mína](http://www.northwestern.edu/) og borða svo hádegismat með Dan á [besta matsölustað í heimi](http://www.olivemountainrestaurant.com/).

Á laugardaginn er svo planið að fara til Kansas, þar sem ég ætla að sjá Bob Dylan spila ásamt Willy Nelson á baseball leikvangi í Kansas City. How cool is that??

*Skrifað í Chicago klukkan 23.46*

Bandaríkjaferð 2: Cheek-a-gah

Þá er ég kominn til Chi-town. Það er ekkert eðlilega skrítið að vera kominn hingað aftur. Það eru ekki nema tvö ár síðan ég kláraði háskólann, en stundum er einsog það séu 20 ár síðan ég fór síðast frá Chicago.

Þá var ég alveg í öngum mínum yfir því að skilja eftir bandaríska kærustu mína og var alls ekki viss um að ég vildi fara aftur til Íslands, því að síðustu tveir mánuðirnir sem ég eyddi í Chicago eru sennilega með bestu mánuðum ævi minnar. En ég var búinn að ákveða að opna Serrano og því fór ég heim. Það er því skrítið að vera kominn aftur, því mér finnst ég lítið hafa breyst.

Ég gisti núna hjá Dan, besta vini mínum frá því í háskóla. Hann heimsótti mig til Íslands í fyrra, en hina vini mína hef ég ekki hitt síðan ég útskrifaðist. Dan býr í stúdíóíbúð í Wrigleyville, rétt hjá æðislegasta íþróttavelli í heimi, Wrigley Field. Þetta er æðislegt hverfi, sennilega einn skemmtilegasti hluti Chicago.


Ég kom frá Washintgon í gær. Síðasti dagurinn í DC var fínn. Ég tók þennan típíska minnismerkja rúnt, byrjaði hjá Jefferson minnismerkinu, svo Roosevelt, Lincoln, Kóreustríðið, Víetnamstríðið og að lokum seinni heimsstyrjöldin. Kíkti svo aðeins fyrir framan Hvíta Húsið. Fyrir 11.september var hægt að fara í túr um Hvíta Húsið að innan, en líkt og ansi mörgum byggingum er búið að loka Hvíta Húsinu fyrir ferðamönnum. Hvernig það eykur öryggi þessara bygginga skil ég ekki alveg.


Ég ætla að eyða næstu vikunni hér í Chicago. Ég hef náttúrulega séð allt í þessari borg, enda bjó ég hér í þrjú ár. Því ætla ég bara að taka hlutunum rólega, hitta alla vinina og heimsækja þá staði, sem ég hef saknað.

Einn af þessum stöðum er auðvitað Wrigley Field. Ég fór þangað í gær og sá snillinginn Mark Prior kasta á móti Houston Astros. [Cubs unnu glæsilegan sigur](http://chicago.cubs.mlb.com/NASApp/mlb/chc/news/chc_gameday_recap.jsp?ymd=20040826&content_id=838987&vkey=recap&fext=.jsp) í 45 gráðu hita og 300% raka. Ég hef aldrei á ævinni svitnað jafn mikið við það að sitja á sama stað í 3 klukkutíma. Sem betur fer voru sölumenn duglegir við að færa mér ískaldan Bud Light (já, og engin niðrandi komment um Bud Light drykkju, takk) 🙂

Eftir leikinn hitti ég svo Dan og kærustu hans og við fórum niðrí miðbæ Chicago. Ef að Dan er snillingur í einhverju þá er það að finna ókeypis áfengi. Auk þess er enginn í heiminum jafn fyndinn og Dan þegar hann fær sér í glas. Allavegana, við fórum á einhverja viskí kynningu, sem Chivas Regal hélt á Sofitel hótelinu í Chicago.

Kynningin snérist í grundvallaratriðum um það að einhver Skoti reyndi að telja okkur trú um að viskí væri gott á bragðið og að besta viskíið kæmi frá austuströnd Skotlands. Well, this just in: Viskí er ENNÞÁ viðbjóður. Sama hvað ég reyndi og hversu miklu vatni ég bætti við viskíið, þá var þetta allt ódrekkandi. Eina leiðin til að drekka þetta var að bæta Ginger Ale útí viskíið. Dan tókst þó að drekka sinn skammt og því var hann talsvert hressari en ég í lok kynningarinnar.

Núna er helgin framundan og ég er virkilega farinn að njóta þess að vera í fríi. Ætla að sjá annan Cubs leik eftir tvo klukkutími (og þann þriðja á sunnudaginn) og ætla svo að skella mér á djammið í kvöld og annað kvöld.

Ég elska Chicago og elska að vera kominn aftur hingað. Á vissan hátt líður mér einsog ég hafi aldrei farið frá borginni.


Og að lokum, spurning dagsins: Af hverju geta ekki allir verið einsog ég og pantað venjulegt kaffi á Starbucks í stað kaffidrykkja með fjórtán sérhljóðum í nafninu. Það myndi stytta biðröð á þessum stöðum til mikilla muna.

*Skrifað í Chicago, Illinois klukkan 12.56*

Bandaríkjaferð 1: Washington DC

Jæja, þá er ég búinn að eyða nokkrum dögum hér í landi frelsisins. Kom hingað á laugardaginn og er búinn að gista hjá vinum mínum, Genna og Söndru. Þau búa í íbúð, ásamt ímyndunarveikum ketti, fyrir vestan Potomac ána, ekki langt frá Arlington kirkjugarðinum.

Ég er búinn að taka því sæmilega rólega hérna í DC, enda hef ég komið hingað tvisvar áður og séð alla helstu túristastaðina. Ég byrjaði komu mína á að heimsækja [uppáhalds pizzustaðinn](http://www.cpk.com) minn og svo fórum við, Genni og Sandra á djammið ásamt vinum þeirra. Á sunnudaginn kíkti ég svo á [Camden Yards](http://baltimore.orioles.mlb.com/NASApp/mlb/bal/ballpark/bal_ballpark_history.jsp) í Baltimore, þar sem ég sá baseball leik þar sem Baltimore Orioles [töpuðu](http://baltimore.orioles.mlb.com/NASApp/mlb/news/wrapup.jsp?ymd=20040822&content_id=835029&vkey=wrapup2004&fext=.jsp&c_id=mlb). fyrir Toronto Blue Jays.


Einhvern tekst mér alltaf að koma mér í vandræði á ferðalögum mínum. Mánudagurinn var frábært dæmi um það. Ég vaknaði snemma og ætlaði að skokka aðeins um hverfið. Þegar ég var búinn með hringinn áttaði ég mig á því að ég hafði læst vitlausri hurð á íbúðinni og var því læstur úti.

Það var ekkert alltof gott, því ég var ekki með neitt á mér þegar ég fór að skokka nema ipod-inn minn. Ég var ekki með neinn pening, ég var ekki með síma og hafði ekki hugmynd um það hvernig ég átti að ná í Genna eða Söndru til að hleypa mér inn.

Því eyddi ég öllum deginum, frá 9-5 utanhúss. Það var frekar erfitt, þar sem ég var ekki með krónu á mér og gat því ekki keypt mér neitt að borða. Ég reyndi að redda mér pening í banka, en þeir gátu lítið gert og því fékk ég ekkert að borða allan daginn, en tókst þó að sníkja mér vatnsglös á hinum ýmsu skyndibitastöðum 🙂

En það, sem reddaði mér var að á iPod-inum mínum var ég með ævisögu Bill Clinton, sem er 6 klukkutíma löng í audio book útgáfu. Því eyddi ég deginum hlustandi á Bill segja ævisögu sína. Þannig að enn einu sinni bjargaði iPod-inn minn mér.


Þrátt fyrir að ég hafi komið til DC tvisvar áður, þá eru auðvitað fullt af söfnum og stöðum, sem ég hef ekki séð. Eitt af þeim söfnum er Ameríska Helfararsafnið. Þar er rakin saga Helfararinnar og til sýnis eru ýmsir hlutir tengdir Helförinni. Mjög áhugavert safn, sem ég eyddi dágóðum tíma á í gær.

Eftir það kíkti ég svo ásamt Genna og Óla atvinnurekanda hans og kærustu hans í golf. Fórum á golfvöll við Potomac ána, þar sem við spiluðum 18 holur. Ég var enn og aftur óþægilega minntur á hversu hræðilega lélegur ég er í golfi. Auk þess tókst Genna næstum því að henda mér útúr golfbílnum, þar sem hann er einhver sá all svakalegasti golfbílabílstjóri, sem sögur fara af.


Í dag ætla ég að taka smá rúnt um minnismerkin og ef ég hef tíma fara á Air & Space safnið. Svo á morgun held ég til Chicago.

*Skrifað í Washington D.C. klukkan 10.24*