Nýr makki

Þá er ég loksins búinn að fá nýja Makkann minn. Var í gær eitthvað að dunda mér í OS X, sem mér sýnist vera snilld. Útlitið er ótrúlega flott, og mér sýnist flestar breytingarnar vera til hins betra. Það verður rosalega gaman að sjá hvernig lokaútgáfan af þessu kerfu verður, því beta útgáfan er 10 sinnum flottari en Windows 2000 og 10 sinnum öruggari en Windows 98.

Dylan

Bob Dylan er að koma að spila í skólanum mínum í enda október. Ég er ekki alveg klár á því hvort ég á að fara, þar sem ég er að fara á svo marga tónleika í þessum mánuði.

Boltinn

Ég var að koma heim frá Champaign, þar sem ég er búinn að vera síðan í gær að keppa í fótbolta. Við komum þangað um klukkan 3 og voru þá 10 mínútur í fyrsta leik, sem var á móti University of Iowa. Við gátum því ekkert hitað upp, en það kom ekki að sök, þar sem við unnum leikinn 4-0. Ég lék frammi og skoraði eitt mark með hjólhestaspyrnu.

Annars fórum við með heil ósköp af færum. Í dag spiluðum við svo við Western Michigan og unnum þá 2-0 en í síðasta leiknum töpuðum við 5-2 fyrir Indiana State. Það var rosalegur leikur, því dómarinn, af einhverjum ástæðum, dæmdi af mark, sem ég skoraði. Leikurinn varð frekar grófur, enda fannst leikmönnum Indiana einkar gaman að sparka í okkur, sérstaklega mig og Dave, sem var með mér frammi. En ég meina hei, þetta var ágæt helgi.

Miðar

Það var ekkert smá erfit að komast á Ticketmaster í morgun, en það tókst loksins og ég náði mér í miða á Limp Bizkit og Eminem, sem spila saman í Allstate Arena 30. október. Þá verður sko fjör.

Moby

Moby tónleikarnir í gær voru mjög góðir. Það var sæmilegaí Aragon, enda löngu uppselt. Moby kom mér dálítið á óvart, því hann var mun rokkaðri en ég hélt. Hápunktarnir voru svakalega útgáfur af James Bond laginu og Bodyrock.

Ég er að fara…

Ég er að fara á Moby í Aragon Ballroom eftir tvo tíma. Þetta er sami staður og ég sá Smashing Pumpkins. Ég veit eiginlega ekki við hverju ég á að búast frá Moby. Þetta verða sennilega ekki einsog þessir hefðbundnu rokktónleikar.

Tölvusaga

Kristján Ágúst vinur minn sendi mér póst, þar sem hann svarar staðhæfingum gummajoh. Ég ætla að birta það hér:

1963 – Douglas Engelbart fær styrk fra stofnun kölluð SRI til að koma á fót rannsóknastofu til að þróa ýmis tölvutengd “kraftaverk”. Hann stofnaði “The Augmentation Research Center” og þar fann Douglas Elgelbart upp músina.

1967The Augmentation Reserach Center varð annað staðarnetið til að tengjast ARPANET (uppruni internetsins)

1968 – Á ráðstefnu í San Francisco sýnir Engelbart kerfi, sem kallad var NLS. Þar vinnur hann í textaskjali í einum glugga og notar við thað lyklaborð og mús, og í öðrum glugga heldur hann fyrsta “netfund” (Video conference) með félaga, sem er staddur í Standford.

hérna kemur parturinn, sem hefur ruglad gummajoh

SRI dró verulega úr fjárframlögum til Rannsóknastofu Engelbarts, þannig að flestir starfsmenn hans leituðu annað og þar á meðal til XEROX. Þegar SRI hætti að sýna þeim áhuga, þá leitaði Engelbart annað og vann meðal annars fyrir McDonnel Douglas.

Þannig að það leikur enginn vafi á því hver fann upp músina!! (Engelbart átti meira að segja einkaleyfi á músinni)

Þad er enginn einn, sem á heiðurinn að “notendaumhverfi” en ef einhverja skal nefna þá gæti þad veriþ Vannevar Bush, sem á kannski fyrstu grófu hugmyndina í frægri skýrlsu, sem birt var 1945 og hann kallaði “As We May Think” en þá er einnig talið að það hafi veitt Engelbart innblástur við sköpun hans á sínu gluggakerfi!

Það leikur heldur enginn vafi á að:Apple voru fyrstir til að færa fólki (marðaðssetja) gluggakerfi og mús. Það er staðreynd. Sú tölva hét “Lisa” og notaðist við hugmyndir, sem PARC rannsóknarstofan (í eigu Xerox) hafði þróað á nothæft stig (en ekki gleyma Bush og Engelbart), en þar tók Steve Jobs við og kláraði dæmið og kom því til fjöldans. Það er það sem málið snýst um. Steve Jobs kom hlutunum út af rannsóknastofunum, svo að fólk gæti farið að gera eitthvað af viti.

Apple

Ég hef aldrei haldið því fram að Apple hafi fundið upp gluggakerfið. Þeir voru hinsvegar þeir, sem áttu mest í að fullkomna það og gera það vinsælt. Þegar Apple stýrikerfið var orðið vinsælt, þá varð Microsoft að gera eitthvað á móti.

Okei, það er endalaust hægt að rífast um þetta. En ég skil samt ekki hvað gummijoh hefur svona voðalega mikið á móti Apple. Annars er gaman að lesa síðuna hans, því það er alltaf nóg af Apple fréttum.