Leikur

Hægt verður að horfa á leik Liverpool og Rapid Bucharest á vefnum, í bodi BBC. Hægt verður að fylgjast með leiknum með sérstakri Kopcam, sem verður meðal áhorfenda, að mer skilst.

Úti

Tíminn í Suður-Amerískum bókmenntum var kenndur fyrir utan Kresge, í sólskini og 20 stiga hita. það var afskaplega notalegt.

Matvöruverslanir

Þegar ég kem inní góða matvöruverslun hérna í Bandaríkjunum líður mér oft einsog ég sé frá Kúbu. Hérna er ótrúlegt vöruúrval. Maður getur valið um 40 tegundir af gosdrykkjum, 50 tegundir af jógúrti og svo framvegis. Alltaf virðist vera að koma nýjar og nýjar vörutegundir inn. Í matvörubúðum á Íslandi virðist takmarkið frekar vera að takmarka vöruúrvalið. Það er auðvitað röng stefna. Ég vil hafa valið.

Evgeny Onegin

He cursed Theocritus and Homer,
In Adam Smith was his diploma;
our deep economist had got
the gift of recognizing what
a nation’s wealth is, what augments it,
and how a country lives, and why
it needs no gold if a supply
of simple product supplements it.
His father failed to understand
and took a morthage on his land.

Þetta er úr Evgeny Onegin eftir Pushkin, sem ég er að lesa núna. Þvílík ótrúleg snilld.

Að vakna

Ég vaknaði klukkan níu í morgun, á laugardagsmorgni, til að spila fótbolta. Það er náttúrulega geðveiki. Ég var því frekar rólegur í gær, fór útað borða og svo í eitthvað partí með vinunum, þar sem um 3000 manns voru samankomnir í lítilli íbúð.

Annars er núna ABC að sýna skólann minn, Northwestern keppa við Wiscounsin í fótbolta.

GSM

Það er dálítið magnað með GSM síma. Heima fara þeir frekar mikið í taugarnar á mér, sérstaklega í partýjum, þar sem fólk gerir ekkert annað en að tala í símann. Hérna í Bandaríkjunum eru svo mjög fáir með síma. En málið er bara að hérna er svo ofboðeslega erfitt að ná í fólk, sem er aldrei í herbergjunum sínum. Ég verð sennilega aldrei ánægður.

Dancer In the Dark

Ég var að lesa gagnrýni á CNN um Dancer In the Dark. Þar heimtar gagnrýnandinn að Björk fái Óskarsverðlaunin og hann segir í raun enga samkeppni vera um verðlaunin. Ég er reyndar sammála manninum. Ég hef sjaldan séð annan eins leik. Það er hinsvegar spurning hvort Björk verður í náðinni hjá Akademíunni í mars 2001.