Ég er búinn að eyða góðum tíma í dag í að grúska í Perl og CGI. Og niðurstaðan? Ég er búinn að fatta að ég veit ekkert í minn haus. Ég er farinn heim að sofa.
Owen!
Owen er mættur aftur! Sex mörk í þremur leikjum er ekki slæmt. Á vef BBC er fjallað um hvernig honum hefur tekist að ná sér á strik á ný eftir erfið meiðsli
Ziege
Gaman að sjá Christian Ziege í réttum búningi!

Naggurinn
Nohhh, það bara komið nýtt útlit á Nagginn. Mér finnst það flott!
ManU
Þetta er ótrúleg snilld. Þú getur spilað leik, sem er einsog Who wants to be a millionaire (breska útgáfan, reyndar, enginn Regis) en spurningarnar snúast aðeins um David Beckham og fjölskyldu.
Tvær greinar
Ég var voðalega duglegur og skrifaði tvær greina á Hrekkjsvín í gær: Einsemd Garcia Marques og Enski boltinn: Allir hinir.
Mac OS X
Góðar greinar um Mac OS X eru hér. Núna eru bara 9 dagar þangað til að hægt verður að nálgast Beta útgáfu af OS X. Margir bíða spenntir.
Stöð 2
Það kemur mér dáilítið á óvart hvað Stöð 2 er afskaplega slöpp þessar vikurnar. Reyndar er ég ekki með afruglara, en ég hef skoðað dagskrána. Flestir vilja sjá góða bandaríska þætti og finnst mér dálítið skrítið að stöðin skuli ekki leggja meiri metnað að næla í þá þætti, sem eru vinsælir í Bandaríkjunum. Síðasta vetur í Bandaríkjunum voru það svona 5-6 þættir, sem stóðu uppúr í vinsældum og umtali. Þar var aðuvitað fyrstur Who wants to be a millionaire á ABC, sem er snilld og missti ég varla af einum einasta þætti.
Síðan voru það Sex and the City og Sopranos á HBO og síðast Survivor á CBS. Núna hefur Skjár Einn nælt í Survivor og RÚV (af öllum aðilum) nælt í Sex and the City og Sopranos , sem flestir eru sammála um að séu tveir bestu þættirnir. Hvað gerir Stöð 2 eiginlega við allan peninginn, sem þeir fá í áskriftartekjur?
Cuba si, yanqui no!
Geir skrifar mjög góða grein á síðuna sína í dag. Ég var líka staddur á þessum sömu mótmælum en hafði mig svo sem ekki mikið í frammi. Ég man m.a. eftir ágætri ræðu, sem Steingrímur J. Sigfússon hélt á Ingólfstorgi. Ég var þó lítið fyrir að hrópa slagorð. Lét aðra um að hrópa “Cuba si, yanqui no!”. Annars hélt ég því alltaf fram að kallinn með háþrýstidæluna hefði verið pantaður af bandaríska sendiráðinu til að gera lítið úr mótmælunum. Á endanum var þó einhver, sem tók dæluna úr sambandi. Mig minnir að það hafi verið félagi Erpur (Johnny National).
SUPER SUB OWEN SAVES ENGLAND
Þetta sýnir bara að maður á aldrei að láta Owen sitja á bekknum: SUPER SUB OWEN SAVES ENGLAND