Björgvin

Björgvin ritstjóri Frelsi.is les greinilega síðuna mína og er það bara gott mál, enda les ég síðuna hans nánast daglega og hef nokkuð gaman af.

Einu sinni…

Einu sinni hélt í uppi síðu, sem mér fannst ýkt flott. En svo kom illur andi í Blogger og eyðilagði allt sem ég gerði. Þannig að núna er síðan mín alveg ofboðslega einföld

Hægrimenn og Jón Ólafss.

Það er alltaf gaman af því að þeir sem kalla sig hægrimenn fagna alltaf frjálsri samkeppni, nema þegar Jón Ólafsson kaupir eitthvað. Þá þarf allt í einu þarf að grípa inní. Hvernig stendur annars á því að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er búinn að vera í stjórn í 10 ár, er ekki ennþá búinn að einkavæða RÚV. Er ekki kominn tími á að stofna alvöru hægriflokk til að halda aftur af íhaldinu?

PC

Ég er kominn á þá skoðun að allar PC-tölvur eru viðbjóður. Allavegana þá fokkast allar Blogger uppfærslurnar þegar ég geri þær af PC. En hins vegar virka þær alveg þegar ég uppfæri af Makkanum mínum. Ég veit ekki hvort ég er eitthvað geðveikur en svona er þetta nú. Þessi uppfærsla er gerð í PC, sjáum til hvort hún verður í lagi

Djamm

Þá er djamm helgarinnar búið. Þetta er búið að vera fínt. Á föstudag var ég í partýi allt kvöldið en í gær ég í partýi niðrí í bæ og fór svo á einhverja skemmtistaði. Það hlýtur að vera markaður fyrir fleiri skemmtistaði, því allir staðirnir, sem ég fór inná voru alveg svakalega fullir. Annars er ég núna á eftir að fara að flytja. Ég ætla að flytja í íbúðina, sem systir mín á vestur í bæ. Þar ætlum við Hildur að búa í sumar.

Kominn heim

Allavegana þá kom ég til Íslands í gærmorgun eftir alveg fáránlega langa ferð frá Chicago. Það voru náttúrulega seinkanir og vesen einsog alltaf. En Flugleiðir redduðu málinu með að setja mig af einhverjum ástæðum á Saga Class. Það er ekkert smá fínt. Núna getur maður aldrei flogið “coach” aftur.

Á Íslandi

Ég er núna kominn aftur til Íslands. Náttúrulega er maður strax kominn inní vinnu. Það er reyndar enginn kominn ennþá og kaffivélin virkar ekki, þannig að ég ákvað bara að blogga.