Cubs

Í gær ákvað ég að sleppa því að lesa stjórnmálafræði og skella mér á völlinn. Ég fór með þrem vinum mínum að sjá Chicago Cubs á móti Arizona í hafnabolta. Auðvitað unnu Cubs, 4-1. Wrigley Field er sennilega sá fallegasti íþróttavöllur, sem ég hef komið á og stemningin er einstök.

Bókasafnið

Eg er nuna fluttur yfir a adalbokasafnid i skolanum minum. Thess vegna er eg ekki med islenskt lyklabord. Annars svaf eg i 3 tima i nott. Thad er fulllitid fyrir minn smekk. Thess vegna er eg buinn ad fara a klukkutima fresti a Starbucks ad fa mer kaffi. Eg er ad fara i hagfraediprof a morgun kl. 9. Thad er ykt pirrandi ad allir vinir minir eru ad vera bunir i profum. Ein vinkona min er ad fara heim a fimmtudagsmorgun, en tha a eg einmitt 3 prof eftir. Thetta er ekki sanngjarnt

Orka

Ég vildi að ég hefði eitthvað spennandi að segja, en hagfræðin hefur tekið alla orku úr mér.

Skráning

Ég var að skrá mig í tíma fyrir næstu önn. Mér var frekar aftarlega í röðinni að þessu sinni og voru því margir tímar uppteknir. T.d. voru tveir hagfræðitímar, sem ég ætlaði að fara í orðnir fullir. En ég fer allavegana í hagmælingu (þýðing á Econometrics), kynningu á rússneskum bókmenntum, sögu og bókmenntir Suður-Ameríku fyrir 1888 og stærðfræði. Hljómar spennandi, ekki satt?

Gifting

Ég var að frétta að Genni vinur minn og Sandra, kærastan hans væru að fara að gifta sig í Júlí. Þvílík snilld. Þar sem Genni veit ekki hvað tölvupóstur er, þá er ekkert hægt að óska honum til hamingju, en ef þau lesa þetta, þá segi ég bara til hamingu.

Menning

Hildur og ég fórum á Art Institute of Chicago, sem er sennilega með merkari söfnum í heiminum. Við vorum að fara í fyrsta skiptið á þetta safn og var það alveg frábært. Þarna eru mörg fræg verk, einsog Mao eftir Andy Warhol, Nighthawks eftir Edward Hopper, American Gothic eftir Grant Wood og fleiri þekkt og frábær verk.