Go

Ég sá myndina Go í gær og fannst mér hún nokkuð góð. Ég er ekki ennþá byrjaður að læra, en ég fer vonandi að komast í stuð.

EM

Ég var að komast að því að Evrópukeppnin byrjar áður en ég kem heim. Ég verð því að láta taka upp fyrir mig fyrsta leikinn með Hollandi, sem er mitt lið. Reyndar hef ég dálitlar tilfinningar til Tékka, þar sem uppáhaldsknattspyrnumaðurinn minn, Patrik Berger leikur með þeim. Annars eru hérna tvær ágætar Euro 2000 síður: Teamtalk Euro 2000 og Eurofinals 365.

Clubbing

Ég og Hildur fórum í gærkvöldi á Circus, sem er einn stærsti næturklúbburinn hérna í Chicago. Hann er geðveikur. Maður sér hvað það vantar mikið almennilegan næturklúbb heima á Íslandi.

Skólinn búinn

Ég kláraði skólann í gær og var það bara fínt. Síðasti fyrirlesturinn var saga Sovétríkjanna og var það frábær fyrirlestur. Prófessorinn var í ham einsog vanalega.

Hár

Í gær, þá litaði ÉG hárið á Hildi brúnt. Kannski ætti ég að fara í hárgreiðslunám? Hildur snoðaði mig líka fyrir nokkrum dögum og tókst henni nokkuð vel upp.

Síðasti skóladagurinn

Í dag er síðasti skóladagurinn minn. Ég á bara eftir að fara í tvo tíma, stærðfræði og sögu Sovétríkjanna og þá er ég búinn. Í næstu viku er svo upplestrarfrí og svo er ein prófvika. Eftir prófin fer ég niður til Houston að sjá Roger Waters, og svo fer ég heim.

Rússnesk tónlist

Prófessorinn minn í sovéskri sögu heldur áfram að koma mér á óvart. Maðurinn er mesti snillingur, sem ég hef kynnst. Á miðvikudag sagðist hann ætla að gefa okkur tóndæmi með rússneskri tónlist. Ég hélt því að hann myndi spila af bandi. En nei, hann mætti bara með gítarinn og söng á rússnesku í hálftíma. Þvílíkur snillingur.

Pumpkins

Smashing Pumpkins eru að hætta. Ég er nokkuð feginn að ég fór á tónleika með þeim, þegar þeir voru hérna í Chicago í apríl. Billy Corgan sagði að hann væri þreyttur á að “fighting the good fight against the Britneys of the world”. Það er auðvelt að skilja hann. Britney seldi 1.3 milljón eintök fyrstu vikuna eftir að nýji diskurinn hennar kom út. Machina, nýja Smashing Pumpkins platan hefur síðan í febúar selt 500.000 eintök.