Páskar

Jösssss, syngjandi páskastelpan frá Ölgerðinni er farin að birtast í sjónvarpinu. Ég er því officcially kominn í páskaskap.

* * *

Í dag endurheimti ég uppáhaldsúlpuna mína. Á laugardagskvöldið setti ég hana á gólfið inní horn á Vegamótum, þar sem ég var ekki alveg til í að dansa í þykkri úlpu. Þegar kom að því að endurheimta úlpuna, þá var hún *farin*. Ég leitaði á örvæntingarfullan hátt í nokkrar mínútur en gafst að lokum upp og hljóp heim í Vesturbæinn á peysunni.

Reykingalyktin af úlpunni núna er ólýsanleg. Ég er sannfærður um að ef úlpan hefði verið sett inní lítið herbergi með 15 keðjureykjandi simpönsum í tvær vikur, þá væri reykingalyktin ekki jafn sterk og lyktin er af úlpunni núna.

* * *

Annars var þetta ótrúlega skemmtilegur dagur í vinnunni í dag. Veit ekki hvort að veðrið hefur svona áhrif á mig.

* * *

Er þetta Baugsmál búið núna? Plíííííííís segið mér að svo sé!

7 thoughts on “Páskar”

 1. Litla systir mín hefur unnið mikið á kaffihúsum og hún segir það óbrigðult ráð að frysta reykingarfýlu úr fötum. Hef aldrei prófað það sjálf reyndar :biggrin:

 2. Já, úlpan er búin að vera útá svölum síðan ég kem heim.

  Heimilisfrystirinn býður varla uppá að í honum sé geymd heil úlpa. 🙂

 3. Jessssss! Nú ætla ég að tjalda fyrir framan sjónvarpið, frænka þín í páskaauglýsingunni er svo krúttleg.

 4. Miðað við 2 af 3 síðustu páskum, þá lýsir páskaskap sér hjá mér sem skap til að spila xBox. 🙂

  Áður var það alltaf skap til að fara á skíði.

  En annars var þetta bara hálf slöpp tilraun til fyndni. Ég er ekki í neinu sérstöku páskaskapi, ef ég hefði ekki verið að spá í vaktamálum á Serrano þá hefði ég sennilega ekki fattað að páskar eru í næstu viku. :rolleyes:

 5. Ég get ekki beðið eftir jólunum, þegar hún syngur Skín í rauðar skotthúfur / skuggalangan daginn.

Comments are closed.