Playa

Vegna alheims-samsæris veðurfræðinga þá eru veðurfréttir á sama tíma á Stöð 2 og RÚV. Þar sem veðurfréttir eru leiðinlegasta sjónvarspefni í heimi, þá skipti ég oft á einhverja aðra stöð á þeim tíma. Í kvöld gerðist það og Seinfeld á Sirkus varð fyrir valinu.

Sirka tveim klukkutímum síðar er búið að vera kveikt á Sirkus og ég fatta að á stöðinni er þáttur sem heitir “The Player”, þar sem einhverjir vanir gaurar reyna að sjarmera sætar stelpur með höstl tækni sinni. Þetta er ekki merkilegt. Það sem er merkilegra er að Player eða playa einsog við köllum þetta í Compton er á íslensku þýddur sem “bósi”!

Nú spyr ég, vantar ekki eitthvað fínt orð yfir “player”? Strákar í USA monta sig af því að vera “player”, en ég sé ekki alveg stráka á Íslandi monta sig af því að vera “bósar”. *”Ég er meiriháttar bósi”* hljómar ekki neitt voðalega kúl. Einhverjar tillögur?

6 thoughts on “Playa”

  1. Þetta eru mjög vondir þættir en samt er hægt að hlæja að vitleysunni sem vellur upp úr hverjum einasta keppanda. Svo er “the player operator” skemmtilegra en Pandora’s Box í Paradise Hotel.
    Don’t hate the player, hate the game :laugh:

  2. Já, ég hafði ekki einu sinni þolinmæði í nema 10 mínútur af þættinum. Það er takmarkað sem þessi Dawn gella gat haldið mér við skjáinn á útlitinu einu. 🙂

  3. Heyrði einhversstaðar fyrir nokkru “hann er fagmaður” …
    Tillaga að þýðingu.

Comments are closed.