Plús mínus

Það sem fer í taugarnar á mér

 • Þegar maður borgar greiðsluseðil uppá eina komma eina milljón en þarf samt að borga seðilgjald uppá 290 krónur.
 • Húsasmiðju-Gospel lagið
 • Phil Neville
 • Að Sýn skuli bara sýna ensk lið í Meistaradeildinni.
 • Að ýta á eftir fólki (líf mitt virðist snúast um það þessa dagana)
 • Það að ég geti aldrei tengst netinu á Kaffitár í Bankastræti
 • Að dagskrárgerðarmenn Sýnar skuli ekki þekkja neinn sem heldur ekki með Manchester United
 • Að lenda óvart á skíðavél fyrir framan sjónvarp sem er að sýna Teletubbies á morgnana.

Það sem er gott:

 • Kaffibollinn minn í morgun
 • Burrito á Serrano. Eftir síðustu smávægilegu breytingar á Serrano (aðallega breytingar á pico de gallo) þá fæ ég hreinlega ekki leið á uppáhaldsburrito-inum mínum: Hrísgrjón, Kjúklingur, maís, svartar baunir, mild salsa (pico de gallo), kál, sýrður rjómi og bbq sósa.
 • Office þættirnir eru núna rúmar 40 mínútur í stað 20 mínútna áður. Ég tárast nánast af gleði þegar ég hugsa um þessa breytingu.
 • Nýji Bruce Springsteen diskurinn – hann er frábær.
 • My legendary girlfriend – eftir Mike Gayle, sem er bókin sem ég er að lesa núna.
 • Að vera á hlaupabretti í World Class fyrir framan sjónvarp sem sýnir þetta og þetta myndband. Ég er enn að bíða eftir sjónvarpsstöð, sem sýnir bara myndbönd með Nelly Furtado og Nicole Scherzinger. Sú stöð væri fullkomin. Eigendur stöðvarinnar gætu m.a.s. sparað peninga með því að hafa ekkert hljóð.

Jamm

11 thoughts on “Plús mínus”

 1. Clattenburg gerði ein mistök í leiknum og það var að flauta leikinn ekki af um leið og venjulegum leiktíma lauk. Þannig að já, hann á kannski skilið að komast inná “gott” listann.

 2. Bara láta þig vita að það eru bara fyrstu fjórir þættirnir í fjórðu seríu sem eru 40 mínútur síðan breytist þetta í venjulegar 20 mínútur, því miður.

 3. Það sem fer aðallega í taugarnar á mér er það þegar fólk talar um mat þegar ég er að deyja úr hungri.

  [..] Burrito á Serrano. […] þá fæ ég hreinlega ekki leið á uppáhaldsburrito-inum mínum: Hrísgrjón, Kjúklingur, maís, svartar baunir, mild salsa (pico de gallo), kál, sýrður rjómi og bbq sósa.

  Skamm!

 4. ohhh hvað ég er sammála með crappy TV þegar maður er á upphitunartæki í WC..ég var á tímabili komin rosa inn í eh spænska sápuóperu:)
  þú verður að lána mér þessa bók..enda með afbragðs bókarsmekk.

 5. Hey, ertu að tala um sápuna sem er svona um 3 leytið á Stöð 2? Hún er frá Venezuela “Ser bonita no basta”. Ég hef horft á 1 eða 2 þætti svona rétt til að rifja upp spænskuna. 🙂

  Og já, þú færð bókina.

 6. Hehe nákvæmlega sú sápa..best að fara í laugar á þeim tíma því þá er ekki allt smekkfullt af fólki..bara ég og sápuvinir mínir í TV-inu..magnaðir þættir og rosalegar hárlengingar sem kvenkynið er með 🙂

 7. “Að dagskrárgerðarmenn Sýnar skuli ekki þekkja neinn sem heldur ekki með Manchester United”

  Þetta er því miður einum of satt og alveg gjörsamlega óþolandi.

Comments are closed.